Fara í efni

SÁLF2SÞ05 - Þroskasálfræði

sjálfsmynd, þroskahömlun, þroskakenningar, þroskasálfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: engar
Áfanginn fjallar um þroskaferil manneskjunnar allt frá fæðingu til grafar. Sérstaklega er tekinn fyrir þroski tilfinninga, félagslegra samskipta, hugsunar og greindar. Áhersla er lögð á þroska sjálfsmyndarinnar og hvernig hún mótast með aldrinum. Einnig verður vikið að þroskahömlum og þær skoðaðar út frá líffræðilegu og sálfræðilegu sjónarhorni. Nemendur æfa sig í að skoða eigin þroska út frá mismunandi þroskakenningum og greina þá þætti sem hafa mótað þá í lífinu. Nemendur fá æfingu í að rökræða álitamál eins og barneignir táninga, fóstureyðingar eða starfslok. Mótunaráhrif fjölskyldu og vina verða skoðuð og komið inn á vandamál barna og unglinga. Viðfangsefnin geta verið breytileg og mótast af áhuga nemenda. Áhersla á að tengja verkefnin reynsluheimi nemanda, auka víðsýni hans, rökhugsun, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.

Þekkingarviðmið

  • þroska mannsins út frá sálfræðinni
  • helstu hugtökum og kenningum þroskasálfræðinnar
  • framlagi þroskasálfræðinnar til samfélagsins

Leikniviðmið

  • beita almennum og sértækum vinnubrögðum, verkfærum og aðferðum til að miðla þekkingu sinni
  • beita skapandi hugsun við lausnamiðað nám
  • greina upplýsingar og setja í fræðilegt samhengi
  • miðla fræðilegu efni skýrt og skilmerkilega í ræðu og riti

Hæfnisviðmið

  • afla upplýsinga, vinna úr rannsóknargögnum og leggja á þau mat
  • sýna frumkvæði að raunhæfum lausnum
  • nýta fræðilegan texta á íslensku og erlendu tungumáli
  • meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt
  • taka þátt í rökræðum um málefni sem tengjast þroskasálfræðinni
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?