Fara í efni

ÍÞRF3BK05 - Hjarta og blóðrás

blóðrás, hjarta, kraftur, þol

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: ÍÞRF3BL05 eða sambærilegur áfangi
Í áfanganum er fjallað um starfsemi hjarta og blóðrásarkerfis, lungna- og taugakerfis og gerð vöðvaþráða. Einnig er fjallað um þol, kraft, hraða, liðleika, tækniþjálfun og markmiðsáætlanir. Farið er í gerð þjálfunaráætlana til lengri og skemmri tíma. Í áfanganum er fjallað um helstu grunnþætti íþróttasálfræðinnar. Skoðuð eru ýmis áreiti sem hafa áhrif á getu íþróttamanna. Fjallað er um spennu (streitu) og helstu spennuvalda, slökun og hugrækt af ýmsu tagi. Lögð er áhersla á að nemandinn öðlist þekkingu og skilning á eigin líkamsstarfsemi með það að markmiði að auðvelda honum að taka ábyrgð á eigin lífsháttum m.t.t. þess að viðhalda eigin heilbrigði.

Þekkingarviðmið

  • starfsemi hjarta- og blóðrásarkerfis
  • starfsemi lungna- og taugakerfis
  • skipulagi þjálfunar til lengri og skemmri tíma
  • mikilvægi góðrar þekkingar á tækni og leikfræði íþróttagreina
  • helstu þjálfunaraðferðum og undirbúningi fyrir keppni
  • muninum á einstaklings- og hópíþróttum
  • áhrifum félagslegra þátta á íþróttamanninn

Leikniviðmið

  • nota helstu þjálfunaraðferðir til að setja upp þjálfunaráætlun til lengri eða skemmri tíma
  • beita helstu aðferðum við að byggja upp þol, kraft, snerpu og liðleika
  • framkvæma mælingar á þjálfunarástandi

Hæfnisviðmið

  • meta þjálfunarástand og veita ráðleggingar þar að lútandi
  • starfa með börnum og unglingum við íþróttaiðkun út frá líffræðilegum og sálfræðilegum forsendum
  • skipuleggja grunnþjálfun hópa og einstaklinga með ákveðin markmið í huga
  • vinna að auknu sjálfstrausti og sjálfsmynd í því skyni að bæta árangur
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?