Fara í efni

HJVG1VG06(AV) - Verkleg hjúkrun, líkamsbeiting og sjúkraskrár

Verkleg, hjúkrun

Einingafjöldi: 6
Þrep: 1
Forkröfur: Að hafa lokið1. önn í sjúkraliðanámi
Í áfanganum er fjallað um nánasta umhverfi sjúklinga á heilbrigðisstofnunum og á heimili hans svo sem sjúkrarúmið, sjúkrastofuna og ýmis hjálpartæki. Fjallað er um persónulegar þarfir sjúklinga og leiðir til að mæta þeim. Fjallað er um fylgikvilla rúmlegu, mælingar og mat á lífsmörkum og skráningu þeirra, þar með talið öndunaraðstoð og súrefnisgjöf. Fjallað er um hreinlæti, smitgát, sýnatökur og frágang sýna. Farið er í líkamsvitund og líkamsbeitingu, vinnutækni við ólíkar aðstæður og mismunandi störf. Fjallað er um leiðir til að draga úr líkamlegu og andlegu álagi við vinnu. Nemandinn leysir ýmis verkefni, með og án léttitækja. Að auki er fjallað um skráningu og meðferð persónuupplýsinga í sjúkraskrá, varðveislu gagna, þagnarskyldu um upplýsingar í sjúkraskrám og rafræna sjúkraskrá. Farið í lög um sjúkraskrá, réttindi sjúklinga, hlutverk og skyldur heilbrigðisstarfsfólks í tengslum við sjúkraskrá.

Þekkingarviðmið

 • mikilvægi þess að virða persónuleg mörk og persónulegt rými skjólstæðings
 • mismunandi legu skjólstæðings í rúmi
 • mikilvægi líkamlegs hreinlætis, tannhirðu, næringarinntektar og úrgangslosunar
 • mikilvægi hreinlætis, smitgátar og smitgátarvinnubragða
 • umgengni við æðaleggi, súrefnisleggi, þvagleggi, þvagpoka og framkvæmd sýnatöku
 • mikilvægi lífsmarkamælinga
 • persónulegum hjálpartækjum skjólstæðinga og umhirðu þeirra
 • meðhöndlun hjúkrunargagna
 • líkamsvitund, hreyfingu og mismunandi vinnuaðstöðu
 • ýmsum léttitækjum sem draga úr líkamlegu álagi og hættu á álagsmeinum
 • hvað sjúkraskrár eru, varðveislu þeirra og á hvaða formi þær eru varðveittar
 • hvaða lög gilda um réttindi sjúklinga, sjúkraskrár og heilbrigðisstarfsfólk

Leikniviðmið

 • beita mismunandi aðferðum til þess að hagræða skjólstæðingi
 • umgangast nánasta umhverfi skjólstæðings af virðingu
 • búa um skjólstæðing í mismunandi aðstæðum
 • nota viðeigandi aðferðir við sýnatöku og frágang sýna
 • undirbúa, framkvæma og skrá lífsmarkamælingar
 • aðstoða skjólstæðing við tannhirðu og persónulegt hreinlæti
 • aðstoða skjólstæðing við að matast og skrá næringarinntekt og útskilnað úrgangsefna
 • farga hjúkrunargögnum á viðeigandi hátt
 • skipuleggja vinnurými sitt með tilliti til góðrar líkamsbeitingar og annarra áhrifaþátta í vinnuumhverfi
 • aðstoða skjólstæðing við notkun hjálpartækja
 • skrá samkvæmt skráningarkerfum sem notuð eru í heilbrigðiskerfinu
 • leita í rafrænni sjúkraskrá að upplýsingum

Hæfnisviðmið

 • umgangast sjúkrastofuna og umhverfi sjúklings á viðeigandi hátt
 • annast daglegan umbúnað sjúkrarúms með og án skjólstæðings við mismunandi aðstæður
 • undirbúa og veita skjólstæðingi persónulega aðhlynningu
 • sýna lífsgildum skjólstæðings virðingu
 • sýna umhyggju í samskiptum skjólstæðinga, aðstandenda og samstarfsfólks
 • gera sér grein fyrir áhrifum vinnunnar á líkamann og mikilvægi góðrar líkamsbeitingar
 • nýta góða vinnutækni og finna leiðir til að efla líkamsbeitingu og vinnutækni
 • greina afleiðingar og einkenni rangrar líkamsbeitingar og vinnutækni og finna leiðir til að verjast þeim
 • vinna að eigin heilsueflingu og vellíðan með því að nota rétta líkamsbeitingu og vinnutækni
 • upplýsa aðra um kosti góðrar líkamsbeitingar og vinnutækni
 • kynna lög um sjúklinga, sjúkraskrá og heilbrigðisstarfsfólk á greinagóðan hátt
 • nýta rafræna sjúkraskrá
 • rökstyðja lög er varða sjúklinga, heilbrigðisstarfsfólk og umhverfi þeirra
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?