FRVV1SR03(AV) - Reglugerðir, verkferli og öryggismál
reglugerðir, skipulag og hönnun, öryggismál á byggingastað
			Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Forkröfur: engar
	Þrep: 1
Forkröfur: engar
		Í áfanganum er fjallað um bygginga- og mannvirkjagerð með áherslu á reglugerðir, verkferli og öryggismál. Nemandinn lærir um undirbúning og upphaf framkvæmda, hlutverk og ábyrgð einstakra fagstétta, skipulag og stjórnun á vinnustað, samstarf og samskipti, áætlanagerð og gæðastýringakerfi. Kennd er notkun hlífðarbúnaðar, meðferð hættulegra efna og farið yfir notkun hjálpartækja og búnaðar við mismunandi verk. Nemandinn fær kynningu á grundvallaratriðum hollustuhátta og vinnuverndar og lærir um öryggismál á vinnustað. Einnig er nemandanum gerð grein fyrir námsleiðum í bygginga- og mannvirkjagreinum á framhalds- og háskólastigi. 	
			Þekkingarviðmið
- grundvallaratriðum hollustuhátta og vinnuverndar og öryggismálum á vinnustað
 - algengasta hjálparbúnaði í byggingaiðnaði
 - varúðarráðstöfunum í óloknum byggingum og mannvirkjum
 - hefðbundnu byggingaferli frá hugmynd til lokaúttektar
 - grundvallaratriðum laga og reglugerða um skipulags‐ og byggingamál
 - stíl‐ og fagurfræði bygginga og mannvirkja
 - grunnatriðum gæðastjórnunar og verkskipulags
 - réttindum og skyldum iðnaðarmanna
 - námsleiðum í bygginga‐ og mannvirkjagreinum á framhalds‐ og háskólastigi
 
Leikniviðmið
- nota rétta líkamsbeitingu og viðeigandi hlífðarbúnað í starfi
 - nota viðeigandi hjálparbúnað
 - leita upplýsinga í reglugerðum um skipulags– og byggingamál
 - leita upplýsinga í reglugerðum um öryggi og vinnuvernd
 - vinna eftir mismunandi verkferlum
 
Hæfnisviðmið
- fylgja reglum um öryggismál á vinnustað
 - vera meðvitaður um eigin ábyrgð og skyldur
 - vinna samkvæmt byggingareglugerð
 - fylgja gæðastýringu/eftirliti
 - velja sér námsleið að loknu grunnnámi
 - velja viðeigandi hjálparbúnað