Fara í efni

VINS3VV12 - Vinnustaðanám

Verklegt nám á vinnustað

Einingafjöldi: 12
Þrep: 3
Forkröfur: Grunndeild málm- og véltæknigreina
Í áfanganum beitir nemandinn þeirri hæfni sem hann hefur aflað sér á námsbrautinni við hagnýt verkefni á vinnustað. Það er gert undir handleiðslu starfsmanns viðkomandi fyrirtækis –mentors- og fær nemandinn að glíma við verkefni við hæfi miðað við námsstöðu. Markmiðið er að kynnast sem flestum þáttum starfsins sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða og þjálfast frekar í handverki, suðu, vélavinnu, samsetningum og almennu verklagi við framkvæmd verka. Þeir þættir sem tekist er á við eru skráðir í ferilbók sem fylgir nemandanum gegnum vinnustaðanámið, starfsþjálfun og allt að sveinsprófi.

Þekkingarviðmið

 • efnum sem unnið er með í málmiðnaði
 • tækjum og vélum sem notaðar eru við vinnu í málm- og véltæknigreinum
 • meðferð spilliefna og úrgangs
 • kröfum sem gerðar eru til starfsmanna innan geirans
 • helstu aðferðum við efnistöku, suðu og samsetningar í málmiðnaði

Leikniviðmið

 • meðhöndla málma, vélar og handverkfæri
 • fylgja öryggis- og umgengnisreglum vinnustaðarins
 • þekkja efni, vélar og hráefni sem notuð eru í málmiðnaði

Hæfnisviðmið

 • verða hluti af liðsheild fyrirtækisins
 • starfa sjálfstætt að verkefnum
 • takast á við frekara nám og flóknari verkefni
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?