Fara í efni

EÐLI3VB05 - Hreyfifræði

bylgjur og hreyfing, varmafræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: EÐLI2AO05 eða sambærilegur áfangi á 2. þrepi
Í áfanganum er fjallað um gaslögmálið, varmafræði efna, gangfræði í tveimur víddum ásamt hringhreyfingu og sveiflu- og bylgjuhreyfingu. Í verkefnavinnu áfangans er lögð áhersla á nákvæmni í útreikningum, framsetningu, röksemdafærslu og notkun formúlna. Eins og í fyrri áfanga er lögð áhersla á að nemandinn geri tilraunir þar sem hann kynnist lögmálum eðlisfræðinnar af eigin raun og skrifi skýrslu um þær. Áhersla er lögð á tengingu við umhverfi og reynsluheim nemenda sem og sjálfstæð og vönduð vinnubrögð.

Þekkingarviðmið

  • lögmálum Charles, Boyle og Gay-Lussacs, ásamt lögmáli Daltons um eðalgös
  • hreyfingum agna í tvívíðu-rúmi
  • miðsóknarhraða og hröðun, ásamt miðsóknarkrafti agna í hringhreyfingu
  • jarðmiðjukenningunni , sólmiðjukenningunni , lögmáli Keplers um sporbauga, lögmáli Newtons um þyngdaraflið og þyngdarfastakenningunni
  • hegðun og sveiflum massa í fjaðrandi miðlum ásamt grunnskilning á eigintíðni
  • breytingum á stöðu-og hreyfiorku, ásamt hugtökum um skriðþunga.
  • einföldum bylgjuhreyfingum og ljósgeislafræði

Leikniviðmið

  • reikna þrýstings-, hita- og rúmmálsbreytingu eðalgastegundar
  • reikna hreyfingar agna í tvívíðu-rúmi
  • reikna hreyfingum agna í hringhreyfingu
  • reikna mismunandi þyngdarsvið og sporbrautir
  • reikna einföld dæmi um sveifluhreyfingar og bylgjuhreyfingar
  • beita lögmálum og jöfnum við að leysa verkefni af ýmsu tagi
  • lesa fræðilegan texta sem tengist viðfangsefnum áfangans

Hæfnisviðmið

  • framkvæma verklegar æfingar, vinna úr þeim, meta og útskýra niðurstöður þeirra
  • nýta námsefni og gögn á markvissan hátt
  • nýta margvíslegar aðferðir til að leysa fjölbreytt viðfangsefni einn eða í samstarfi við aðra
  • greina, hagnýta og meta upplýsingar í margskonar formi (töluðu, rituðu og/eða myndrænu)
  • yfirfæra þekkingu úr öðrum greinum (s.s. stærðfræði og efnafræði) við lausn verkefna
  • tengja eðlisfræðina við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi hennar
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?