Fara í efni

LÝÐH1GV02 - Lýðheilsa með áherslu á grunnþjálfun

grunnáfangi verklegt

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Forkröfur: engar
Í áfanganum fær nemandinn leiðsögn við að framkvæma æfingar sem styrkja líkamann. Nemandinn kynnist teygjuæfingum, göngu, æfingum í vatni, stöðvaþjálfun o.fl.. Lögð er áhersla á að nemandinn finni æfingar við sitt hæfi, njóti þess að stunda æfingar og finni fyrir jákvæðum áhrifum á heilsu sína.

Þekkingarviðmið

  • mikilvægi þess að stunda æfingar
  • að vellíðan getur fylgt æfingum
  • að hægt er að njóta æfinga
  • að líkaminn styrkist við að stunda æfingar

Leikniviðmið

  • gera einfaldar teygjuæfingar
  • ganga sér til heilsubótar
  • gera æfingar í stöðvaþjálfun

Hæfnisviðmið

  • taka þátt í æfingum sem henta eða benda á hvaða æfingar henta honum
  • nýta sér ýmis tilboð á sviði hreyfingar s.s. sund, gönguferðir og stöðvaþjálfun
  • stunda æfingar í vatni
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?