Fara í efni

SAGA2EM05 - Menningarsaga

kristin menning, menning fornaldar, þróun evrópskar menningar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: SAGA2SÍ05 eða sambærilegur áfangi
Í þessum áfanga eru valin tímabil og svið í menningarsögu Evrópu tekin til skoðunar í ljósi ýmissa þátta, t.d. myndlistar, byggingarsögu, bókmennta, heimspeki, hugarfars og félagsgerðar samfélaga. Nemandinn kynnir sér nokkra frumtexta, skoðar samtímamyndefni ásamt því að tileinka sér fræðilega og listræna umfjöllun um efnið. Einnig verður nemandinn þjálfaður í heimildarýni af ýmsu tagi, rökhugsun og sjálfstæðum og öguðum vinnubrögðum.

Þekkingarviðmið

 • tímabilaskiptingu menningarsögunnar frá upphafi til nútímans
 • helstu hugtökum og persónum sem tengjast þeim viðfangsefnum sem fjallað verður um í áfanganum
 • tegundum heimilda og helstu vinnubrögðum við heimildaleit og heimildanotkun
 • samhengi sögunnar og hvernig fortíðin birtist okkur og lifir í nútíðinni

Leikniviðmið

 • vinna með heimildir
 • tjá sig um viðfangsefni menningarsögunnar
 • vinna jafnt sjálfstætt og með öðrum að viðfangsefnum
 • nota ólík miðlunarform til að koma þekkingu sinni á framfæri

Hæfnisviðmið

 • meta söguleg fyrirbæri út frá forsendum hvers tíma og sjá tengsl þeirra við nútímann
 • tjá sig um menningarsöguleg álitamál
 • deila þekkingu sinni með öðrum
 • sýna frumkvæði og skapandi hugsun
 • beita gagnrýninni hugsun á viðfangsefni sögunnar
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?