Fara í efni

VÉLS2KB05 - Vélstjórn 2

Keyrsla og bilanagreining véla

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: VÉLS1GV05
Í áfanganum öðlast nemandinn þekkingu á helstu véla- og lagnakerfum um borð í skipum, uppbyggingu þeirra, hlutverki, notkun og viðhaldi. Að auki kynnist nemandinn uppbyggingu skutpípu, skiptiskrúfu og niðurfærslugíra, ásamt helstu dælugerðum. Farið er yfir eldsneytisbúnað dísil- og Ottóvéla og mismunandi tegundir eldsneytis, efnasamsetningu og eiginleika, ásamt rekstri og viðhaldi kælivatns- og kælisjókerfa. Áhersla er lögð á umhirðu búnaðar í vélarúmi, bilanagreiningu og viðgerðir ásamt helstu öryggisatriðum varðandi eldvarnir skipa, flokkun og eftirlit. Farið er yfir öryggismál, umgengni um vélar og verkstæði ásamt hættum sem stafa af vélum og vélbúnaði.

Þekkingarviðmið

 • helstu öryggisatriðum varðandi rekstur og viðhald smærri skipa
 • eldsneytisbúnaði dísil- og Ottóvéla og loftaðfærslubúnaði miðað við algengustu eldsneytistegundir
 • helstu dælugerðum kostum þeirra og annmörkum
 • algengum aðferðum við aflyfirfærslu frá vél að skrúfu
 • hinum ýmsu kerfum í skipum, hlutverki, uppbyggingu og notkun þeirra og viðhaldi
 • algengum gerðum af þrýstivökvakerfum og vökvastýrisvélum
 • uppbyggingu skutpípu og þéttingar hennar við skrúfuás
 • uppbyggingu skiptiskrúfunnar
 • uppbyggingu niðurfærslugíra með og án úttaka og hlutverki þrýstilegu
 • herslum mismunandi bolta eftir efnisgæðum og gerð

Leikniviðmið

 • nota vökvatjakka við herslu
 • nota skjámyndakerfi við stjórnun vélarúms (vélarúmshermir)
 • nota helstu aðferðir við mælingar á herslu bolta
 • beita rökhugsun
 • rekja og teikna upp helstu kerfi um borð í smærri skipum (s.s. lensikerfi, neysluvatnskerfi)
 • lesa úr einlínu- og þversniðsmyndum
 • ganga um vélar og verkstæði með tilliti til hreinlætis og öryggis

Hæfnisviðmið

 • bilanagreina vélar á skipulagðan hátt
 • annast daglegan rekstur lítils vélarúms
 • sinna fyrirbyggjandi viðhaldi í litlu vélarúmi (s.s. olíu- og síuskipti)
 • útskýra mismunandi gerðir og uppbyggingu tengsla (kúplinga), gíra og skipsskrúfa
 • stunda vinnu á vélaverkstæði m.t.t. umgengni og öryggismála
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?