Fara í efni

UPPE2MU05 - Áhrifaþættir í uppeldi og skólastarfi

hugtök, leiðir, markmið uppeldis, sáttmálar og lög

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: UPPE2UK05 eða sambærilegur áfangi
Í áfanganum er farið í hvað einkennir uppeldismál á Íslandi og hlutverk leik-, grunn- og framhaldsskóla eins og þau koma fram í opinberum gögnum. Farið er yfir hugmyndafræði, markmiðssetningu og skipulag valinna uppeldis- og/eða menntunarstofnana. Nemandinn kynnir sér áhrifaþætti í uppeldi barna, s.s. listir, barnaheimspeki, fjölmiðla, tölvunotkun, ólíkar þroskahamlanir, áföll og kvíðavalda. Nemandinn kynnir sér lagalegan rétt barna, bæði á Íslandi og annarstaðar, hverjum beri að gæta réttinda þeirra og þær stofnanir sem fara með mál barna. Nemandinn kynnir sér merkingu uppeldisfræðilegra hugtaka s.s. greind, agi, klámvæðing, forvarnir og jafnrétti. Áhersla er lögð á sjálfstæði nemanda og samvinnu við skipulagningu og upplýsingaleit. Nemandi hefur nokkurt val um viðfangsefni og er ætlað að kynna niðurstöður verkefna sinna fyrir öðrum.

Þekkingarviðmið

 • markmiðum leik-, grunn- og framhaldsskóla
 • eftirliti og umsjón með uppeldi barna á Íslandi
 • réttindum og skyldum barna og unglinga skv. lögum
 • ákveðnum áhrifaþáttum í uppeldi, bæði jákvæðum og neikvæðum
 • nokkrum hugtökum sem tengjast umhverfi barna og unglinga
 • mikilvægi góðs undirbúnings hvað varðar upplýsingaöflun og skipulag

Leikniviðmið

 • skoða innra starf leik-, grunn- og framhaldsskóla og þeirra stofnana sem gæta hagsmuna barna og unglinga
 • greina einkenni samskipta- og agavandamála
 • lesa og skilja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og barnaverndarlög
 • beita hugtökum á skýran og skilmerkilegan hátt
 • setja fram spurningar og taka þátt í umræðu um uppeldisleg málefni

Hæfnisviðmið

 • afla sér upplýsinga um uppeldis- og menntamál, greina aðalatriði þeirra og nýta sér til frekari vinnslu
 • meta aðbúnað barna og unglinga út frá sáttmálum, lögum og reglugerðum
 • beita grundvallaraðferðum í forvörnum
 • meta siðferðileg álitamál í tengslum við uppeldi og menntun
 • sýna frumkvæði og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum í verkefnum og í prófum
 • kynna verkefni á skapandi hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?