Fara í efni

IÐNT3LF05 - Fagteikning málmsmíði

lestur og gerð fagteikninga

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: IÐNT2AC05
Iðnteikning er framhaldsáfangi í teiknifræðum og því eiga nemendur að öðlast frekari þjálfun í lestri og gerð fagteikninga skv. gildandi stöðlum, reglum og reglugerðum sem gilda fyrir fagteikningar í málmsmíði. Að áfanganum loknum skulu nemendur vera einfærir um að lesa og vinna eftir teikningum á vinnustað. Jafnframt skulu þeir vera einfærir um að teikna riss og vinnuteikningu og útfæra smíða- og lagnateikningar fyrir einstök verkefni.

Þekkingarviðmið

  • stöðluðum merkingum og táknum sem sérkenna fagteikningar
  • teikniaðferðum til að vinna fagteikningar
  • ísómetrískum teikniaðferðum
  • handbókum sem notaðar eru við gerð teikninga

Leikniviðmið

  • lesa teikningar hönnuða
  • táknsetja teikningar eftir stöðlum

Hæfnisviðmið

  • nýta samsetta heildarteikningu til að teikna vinnuteikningu af einstökum og samsettum smíðahlut
  • nýta framlagðar teikningar eða eigin teikningar til að teikna vinnuteikningu af einstökum og samsettum smíðahlut
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?