Fara í efni

HREY1ST01 - Íþróttir með áherslu á stöðvaþjálfun

stöðvaþjálfun

Einingafjöldi: 1
Þrep: 1
Áfanginn er verklegur og fer fram í íþróttasal eða utandyra. Áhersla er lögð á grunnþættina þol, styrk og liðleika og nemendur gera ýmsar æfingar á stöðvum sem auka þessa þætti. Leitast verður við að æfingar hæfi getu og áhuga hvers og eins. Farið verður í æfingar til að bæta líkamsstyrk, s.s. æfingar með eigin líkamsþyngd.

Þekkingarviðmið

  • að hreyfing er holl og góð fyrir líkamann
  • að fara ekki of geyst af stað
  • að ýmsar hættur geta leynst í tækjasal

Leikniviðmið

  • nota fjölbreytt líkamsræktartæki
  • gera fjölbreyttar æfingar

Hæfnisviðmið

  • nýta sér styrktarþjálfun sem valkost í hreyfingu
  • bæta líkamsástand sitt
  • sækja tíma í líkamsræktarstöðvum og nýta sér þjónustu þeirra
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?