Fara í efni

ÍÞRG3HB03 - Handbolti

handbolti, leikfræði, reglur, tækni

Einingafjöldi: 3
Þrep: 3
Forkröfur: ÍÞRG2ÞS03 eða sambærilegur áfangi
Áfanginn er bæði bóklegur og verklegur með það að markmiði að nemandinn læri að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði í handbolta. Áhersla er á tæknikennslu og kennslu í leikfræði og reglum. Stefnt er að því að nemandinn öðlist ákveðna grunnfærni í greininni og lögð er áhersla á mikilvægi þess að leikurinn sé kenndur á leikrænan og skemmtilegan hátt.

Þekkingarviðmið

 • leikreglum í handbolta
 • hvernig á að leiðbeina börnum í handbolta
 • fjölbreyttum leik- og tækniæfingum í handbolta
 • kennslu tækniæfinga í handbolta
 • skipulagningu handboltaþjálfunar

Leikniviðmið

 • leiðbeina byrjendum í handbolta
 • greina getu ólíkra einstaklinga í hóp
 • nota handbolta sem skólaíþrótt
 • spila handbolta

Hæfnisviðmið

 • skipuleggja íþróttatíma í handbolta
 • stjórna hópi af börnum í handboltaþjálfun
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?