EÐLI3AV05(AV) - Varmafræði, aflfræði og vökvaaflfræði
Afl- og varmafræði
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Þrep: 3
Áfanginn er framhaldsáfangi í klassískri eðlisfræði. Lögð er áhersla á úrlausnarefni sem tengjast öðru námi nemenda við skólann en eru jafnframt góður undirbúningur fyrir háskólanám í tæknifræði, verkfræði og skyldum greinum.
Til umfjöllunar eru valin atriði úr varmafræði, aflfræði og vökvaaflfræði.
Þekkingarviðmið
- helstu hugtökum varmafræðinnar
- mettun, suðu og raka og mikilvægi þessara hugtaka í umfjöllun um andrúmsloft
- helstu hugtökum aflfræðinnar sem snúa að hreyfingu í tveimur víddum
- helstu hugtökum vökvaaflfræðinnar
- sambandi hreyfingar og þrýstings í vökvum og lofttegundum
Leikniviðmið
- leysa verkefni þar sem varmaskipti og fasabreytingar koma við sögu
- leysa verkefni um staðsetningu, hraða og hröðun í tveimur víddum
- leysa verkefni þar sem hringhreyfing kemur við sögu
- leysa verkefni þar sem massatregðuvægi kemur við sögu
- nýta sér jöfnu Bernoullis við lausn verkefna í vökvaaflfræði
- leysa flóknari verkefni þar sem samband vinnu og ýmissa orkuforma kemur við sögu, hvort sem um er að ræða stöðuorku, hreyfiorku eða varmaorku og hvort sem hreyfingin er í einni eða tveimur víddum
Hæfnisviðmið
- skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum um þær við aðra og kynna niðurstöður sinar fyrir öðrum með formlegum hætti
- átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu útreikninga og valið aðferð við hæfi
- gera samanburð, áætlanir og taka ákvarðanir í verkefnum sem byggjast á efni áfangans
- takast á við frekara nám í vélfræði, tæknifræði, verkfræði og skyldum greinum þar sem hugtök eðlisfræðinnar koma við sögu