Fara í efni

BÍLP1BB02 - Bílprófsundirbúningur með áherslu á undirbúning fyrir bóklegt bílpróf

bóklegt bílpróf

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Þátttaka í umferð er órjúfanlegur hluti af lífi flestra einstaklinga. Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur geri sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera virkir og öruggir þátttakendur í umferðinni. Sömuleiðis að nemendur átti sig á hve mikilvægt það er að vera góður vegfarandi og hversu mikil áhrif þeir geta haft í umferðinni. Unnið verður með efnið á fjölbreyttan hátt og áhersla er lögð á að nemendur læri meðal annars umferðarmerkin, reglurnar og góða umferðarhegðun.

Þekkingarviðmið

  • skyldum og réttindum vegfarenda og það að vera í umferðinni krefst fullrar athygli
  • umferðarmerkjum og umferðarreglum
  • þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera góður vegfarandi í samfélagi við aðra
  • hversu mikil áhrif vegfarendur geta haft í umferðinni
  • umburðarlyndi, tillitssemi og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum í umferðinni

Leikniviðmið

  • þekkja skyldur sínar og réttindi í umferðinni
  • þekkja umferðarmerkin og hvað þau þýða
  • þekkja algengustu umferðarreglur
  • meta hættur í umferðinni og hvað á að gera þegar eitthvað kemur upp á
  • efla sjálfsmynd sína sem athugull, umburðarlyndur og tillitssamur vegfarandi

Hæfnisviðmið

  • verða virkur, ábyrgur og sjálfstæður vegfarandi í umferðinni
  • uppfylla skyldur sínar og réttindi í umferðinni
  • meta hættur í umferðinni á réttan hátt
  • nýta sér umferðarmerki og umferðarreglur
  • eiga góð samskipti við aðra í umferðinni
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?