Fara í efni

SJÓN1LF05(AV) - Sjónlistir 2 - Lita- og formfræði

formfræði, litafræði, myndbygging

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: engar
Nemandinn kynnist undirstöðuatriðum myndbyggingu og þjálfar sig í óhlutbundinni myndgerð. Hann skoðar hvernig eðli myndflatar og rýmis breytist eftir því á hvaða hátt línur og form raðast upp. Nemandinn kynnist eiginleikum og virkni ljós-, textíl- og efnislita og þjálfast í blöndun og framsetningu þeirra. Hann vinnur bæði á tvívíðum fleti og í rými og beitir margvíslegum efnum og aðferðum í þeirri vinnu. Hann kynnist verkum listamanna og hönnuða í tengslum við verkefnavinnu. Nemandinn ígrundar stöðugt verk sín í samvinnu við kennara og aðra nemendur og þjálfast í notkun grunnhugtaka í lita- og formfræði.

Þekkingarviðmið

  • grunnhugtökum í lita og formfræði
  • virkni og áhrifum lína, forma, lita og ljóss á mismunandi stöðum í myndfleti og rými

Leikniviðmið

  • skoða myndbyggingu með óhlutbundnum formum, línum, litum og ljósi og fá fram mismunandi áhrif á myndfleti og í rými
  • beita mismunandi efnum og áhöldum og blanda liti

Hæfnisviðmið

  • rannsaka óhlutbundna myndbyggingu sjálfstætt með mismunandi efnum og aðferðum
  • nýta grundvallaratriði í óhlutbundinni myndbyggingu, lita og formfræði til að tjá eigin hugmyndir
  • nýta verk myndlistarmanna og hönnuða sem innblástur fyrir eigin verk
  • ígrunda og ræða um verk sín og vinnuferli í samvinnu við kennara og aðra nemendur og nýta til þess grundvallarhugtök í lita- og formfræði
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?