Fara í efni

EÐLI3SR05 - Rafmagnsfræði

rafalar, raffræði, segulsvið

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: EÐLI2AO05 eða sambærilegur áfangi á 2. þrepi
Rafmagnsfræði er meginþema áfangans þar sem almenn raffræði, lögmál Coulombs og Gauss, rafsvið, rafstöðuorka, spenna, straumur, viðnám, lögmál Ohms, rafrásir, lögmál Kirchoffs, íspenna, pólspenna, þétta, raforkuflutningur og raforkutap eru helstu viðfangsefni. Einnig er segulsvið tekið fyrir ásamt Lorentzkrafti, hægri handar reglu, segulsvið í kringum leiðara og krafta í leiðara vegna segulsviðs. Önnur helstu lögmál t.d. Ampéres, Lenz og spanlögmál Faradays. Stiklað á raforkuframleiðslu og um leið farið yfir riðspennu, rafala og spennubreyta. Áhersla er lögð á tengingu við umhverfi og reynsluheim nemenda, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.

Þekkingarviðmið

 • rafhleðslu og straum, einangrun leiðara og lögmáli Coulombs , rafsviði, spennu og lögmáli Gauss fyrir rafsvið
 • þéttum, plötuþéttum og rýmd þétta
 • muninum á raðtengingum og hliðtengingum viðnáma og þétta
 • sambandi viðnáms og straums sem og straumstefnum og straummælingum
 • uppsetningum rafrása, afli rafrása og spennugjafa
 • straum og spennumælingum, eðlisviðnámi í leiðurum og öðrum efnum
 • gerð segulspóla, segulsviði í leiðurum og krafthrifi segulsviðs
 • hreyfingu rafeinda í einsleitu rafsviði og segulsviði
 • notkun massagreinis og áhrifum segulsviðs jarðar
 • spani, gerð riðstraumsrafala og spennubreyta

Leikniviðmið

 • túlka sviðslínur, rafsvið í kringum punkthleðslur og einsleit svið
 • reikna spennu í einsleitu rafsviði
 • reikna út rafhleðslu með hliðsjón af Coulombs lögmálinu
 • heilda yfir mismunandi form rafsviða
 • reikna hversu mikla rýmd og orku þéttar geta geymt, auk þess að geta hannað þétta
 • reikna út straum, spennu og viðnám í einföldum rásum með hliðsjón af Ohms lögmálinu
 • rekja sig í gegnum óþekktar rásir, raðtengdar og hliðtengdar og fundið gildi fyrir mismunandi íhluti hennar, viðnám, þétta og spennugjafa með hliðsjón af lögmáli Kirchoffs
 • reikna út segulsvið og skilja stefnur segulsviðslína ásamt áhrifum á umhverfi þess

Hæfnisviðmið

 • útskýra inntak og úttak riðstraumsrafala og breytingar á spennu í mismunandi spennubreytum
 • tengja saman efnisþætti og beita skipulegum aðferðum við úrlausn einfaldra viðfangsefna
 • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
 • greina, hagnýta og meta upplýsingar í margskonar formi (töluðu, rituðu eða myndrænu)
 • framkvæma verklegar æfingar, vinna úr þeim, meta og útskýra niðurstöður þeirra
 • vinna með rafrásir, hvernig spennugjafar, mælar og tæki eru tengd og hvað beri að varast í tengslum við rafmagn, sér í lagi hvað varðar háspennu, lekastraum og jarðtengingu
 • fjalla um innra viðnám, rafmagnsframleiðslu, rafala og vatnsaflsvirkjanir
 • yfirfæra þekkingu úr öðrum greinum s.s. stærðfræði við lausn verkefna
 • nýta námsefni og gögn á markvissan hátt
 • tengja eðlisfræðina við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi hennar
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?