Fara í efni

SVIÐ3VN05 - Vettvangsnám

Vettvangsnám

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: Kjörsviðsáfangar á 2. þrepi
Vettvangsnámið fer fram í atvinnuleikhúsi, listasafni, menningarhúsi, minjasafni eða öðrum stofnunum sem standa fyrir menningarviðburðum. Nemendur kynnast vinnu listræns teymist í tengslum við uppsetningu sviðslistaverka eða annarra menningarviðburða. Í leikhúsi mun nemandinn fylgjast með ferli leiksýningar frá upphafi æfingatímabils til frumsýningar og velja listrænan stjórnanda til að fylgja eftir s.s. leikstjóra, ljósahönnuð, búninga – eða sviðshönnuð. Nemendur fylgjast með sýningarstjóra í einni eða tveimur sýningum og kynnast þeim fjölmörgu störfum sem liggja að baki sýningar s.s miðasölu, móttöku o.fl.. Hjá listasafni tekur nemandi þátt í uppsetningu sýningar, yfirsetu, kynningu og safnakennslu. Hið sama gildir um viðburði á vegum menningarhúss og minjasafns.

Þekkingarviðmið

 • Starfi listrænna aðstandenda sýninga frá hugmynd til frumsýningar/opnunar
 • samspili tækni og listrænnar sýnar,
 • þýðingu verkefnisstjórnar og samvinnu í menningarstofnunum,
 • verklagi hinna ýmsu aðila sem starfa við leikhús, listasöfn, menningarhús eða minjasöfn,
 • þýðingu öflugs samstarfs innan menningarstofnana,
 • mikilvægi sjálfstæðra vinnubragða, innsæis og samvinnu þegar tvinna þarf saman tæknikunnáttu og listræna útfærslu.

Leikniviðmið

 • Tá sig á fagmáli út frá listrænni sýn varðandi ýmsa þætti er snerta uppsetningu á sviðslistaverki,
 • setja í samhengi þá ólíku þætti sem mynda sýningu, bæði listræna þætti og þá sem lúta að framkvæmdahlið sýningar,
 • eiga lipur samskipti við þá fjölmörgu fagaðila og annað starfsfólk sem starfar innan menningargeirans.

Hæfnisviðmið

 • Vinna sem aðstoðarmanneskja í leikhúsi eða öðrum menningarstofnunum,
 • eiga jákvæð og heiðarleg samskipti við samstarfsfólk.
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?