Fara í efni

HÖTE3ÞV05 - Þrívíður textíll

rannsóknarvinna, rými, tvívíð skissuvinna, þrívíð vinna

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: HÖTE2ET10, HÖTE2PH05, HÖTE2VE06
Í áfanganum vinnur nemandinn með hugtökin rými, tvívídd, þrívídd, ljós, skuggi og myndbygging auk annarra hugtaka sem tengjast skúlptúrum og þrívíðum verkum. Leitast verður við að tengja aðferðir textíla og þrívíða vinnu og að nemendur skoði hvernig koma má tvívíðum skissum í þrívítt form. Unnið verður með ýmis efni s.s. garn, ullarflóka, vír, léreft, pappír o.fl. Nemandinn heldur utan um skissur, hugmyndir, prufur og þróunarvinnu sína og setur fram með skipulögðum hætti.

Þekkingarviðmið

  • hinum ýmsu aðferðum, sérkennum og einkennum á þrívíðri vinnu og hugsun
  • myndbyggingu og hvaða gildi/þýðingu hún hefur í þrívíðri hugsun/vinnu
  • mismunandi textílþráðum og textílefnum og möguleikum þeirra við gerð tvívíðra og þrívíðra verka
  • samfélagslegu, menningarlegu og efnahagslegu gildi þrívíðrar textílvinnu
  • þeim áhöldum, vinnutækjum og því vinnuumhverfi sem tengjast þrívíðri vinnu með ýmsum efnivið
  • aðferða- og hugmyndafræði ýmissa listamanna og hönnuða sem vinna að þrívíðri listsköpun

Leikniviðmið

  • beita skapandi aðferðum, tækni og verklagi til að koma tvívíðri hugmynd yfir í þrívítt sköpunar og/eða textílverk
  • nota aðferðir textílvinnu og ýmsar gerðir efna við útfærslu ólíkra þrívíðra verka
  • vinna frístandandi skúlptúr og beita mismunandi aðferðum, efnisnotkun og tækni
  • vinna lágmynd á vegg með mismunandi aðferðum, efnisnotkun og tækni
  • beita mismunandi aðferðum og tækni í tilraunum og skissugerð
  • beita aðferðum rannóknarvinnu sem gagnast í hugmyndavinnu, framsetningu verkefna og skipulagningu á verkferli og útfærslu verka sinna

Hæfnisviðmið

  • miðla þekkingu á fagsviði sínu á fjölbreytilegan hátt: munnlega, skriflega, verklega og/eða með nýmiðlum
  • sýna áræðni og frumkvæði við útfærslu í þrívíðri vinnu
  • nýta sér sköpun, ímyndunarafl, innsæi og tilfinningar við þróun hugmynda, skissuvinnu og úrvinnslu
  • greina, tjá sig um og meta eigin verk og annarra af nokkurri þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi
  • taka þátt í samvinnu með sameiginleg markmið hópsins að leiðarljósi
  • skilja mikilvægi þrívíðrar hugsunar og hönnunar í samfélaginu, fagurfræðilegu gildi slíkrar menntunar og hagnýtingu hennar
  • fjalla um og rökstyðja verk sín m.t.t. efnisnotkunar, tækni og framsetningar og setja það/þau í menningarlegt og samfélagslegt samhengi
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?