Fara í efni

ÍSLE3KF05 - Kvikmyndafræði

fræðileg umfjöllun, kvikmyndafræði, kvikmyndalæsi, samfélagsrýni

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: 10 einingar á 2. þrepi
Í námskeiðinu íslenskar kvikmyndir kynnast nemendur úrvali íslenskra kvikmynda, völdum til að sýna fjölbreytni í stefnum, söguskoðun og viðfangsefnum. Farið er í nokkur grunnatriði í kvikmyndagreiningu. Skoðað er hvernig kvikmyndir bera í sér menningu og samfélagsskoðun hvers tíma t.d. þegar kemur að kynhlutverkum. Einnig eru teknar til umfjöllunar kvikmyndaðar bókmenntir, barnamyndir og heimildarmyndir. Auk þess að fá innsýn í íslenska kvikmyndasögu og stefnur kynnast nemendur betur menningu og samfélagi Íslands gegnum myndirnar. Ætlast er til þess að nemendur taki virkan þátt í umræðum, sjái úrval þeirra kvikmynda sem fjallað er um í tímunum og vinni fjölbreytt verkefni, ýmist einir eða með öðrum. Áfanginn byggist á sex stoðum menntunar: Læsi í víðum skilningi, menntun til sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindum, jafnrétti og skapandi starfi.

Þekkingarviðmið

  • mikilvægum kvikmynda – og bókmenntafræðilegum hugtökum
  • grunnaðferðum í greiningu kvikmynda
  • völdum þáttum í kvikmyndasögu
  • hvernig kvikmyndir endurspegla viðhorf og gildi í hverju samfélagi og á hverjum tíma
  • hvernig kvikmyndir endurspegla kynhlutverk
  • helstu greinum kvikmynda og stefnum
  • mikilvægi þess að bera virðingu fyrir skoðunum annarra
  • mismunandi málsniði í kvikmyndum

Leikniviðmið

  • beita gagnrýnni hugsun
  • færa rök fyrir eigin máli
  • tjá sig og hlusta á aðra
  • skoða hvernig fjölmenningarleg viðhorf birtast í kvikmyndum
  • miðla skoðunum sínum og fræðilegum athugunum á skapandi hátt
  • flytja af öryggi og sannfæringarkrafti vel uppbyggða ræðu eða ítarlega kynningu á flóknu efni
  • koma frá sér efni á skýru og blæbrigðaríku máli
  • draga saman og nýta á viðurkenndan og gagnrýninn hátt upplýsingar úr hvers kyns heimildum, hvort sem er í ræðu eða riti og meta áreiðanleika þeirra

Hæfnisviðmið

  • greina kynhlutverk í kvikmyndum
  • greina uppbyggingu kvikmynda
  • tengja kvikmyndafræði við eigin reynslu og veruleika
  • nýta hugtök og aðferðir í fræðilegri umfjöllun um kvikmyndir
  • tjá rökstudda afstöðu við ýmsar kringumstæður
  • meta eigin rök og annarra
  • útskýra sjónarmið og taka virkan þátt í málefnalegum umræðum til að komast að vel ígrundaðri niðurstöðu
  • draga saman aðalatriði, beita gagnrýnni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta
  • átta sig á samfélagslegum skírskotunum og ná duldum boðskap og hugmyndum
  • beita málinu á viðeigandi og árangursríkan hátt við mismunandi aðstæður í ræðu og riti
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?