Fara í efni

LÍFF3SE05 - Erfðafræði

breytingar á erfðaefni, próteinmyndun, sameindaerfðafræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: LÍFF2LK05 eða sambærilegur áfangi
Í áfanganum er farið í sögu erfðafræðinnar og stöðu hennar innan náttúruvísinda, lykilatriði frumuerfðafræði, frumuskiptingu, litninga og gen, myndun kynfrumna og frjóvgun. Einnig er fjallað um erfðamynstur lífvera og hvað ræður kynferði þeirra. Áhersla er á sameindaerfðafræði. Bygging DNA, myndun próteina og atburðarás prótínmyndunar rakin. Breytingum á erfðaefni, stökkbreytingum og litningabreytingum er lýst og fjallað um helstu aðferðir sem beitt er í erfðarannsóknum og erfðatækni. Fjallað er um ýmis álitamál sem tengjast erfðatækni s.s. klónun, stofnfrumur og erfðabreytingar á lífverum. Fjallað er um mikilvægi grundvallarþekkingar á erfðafræði í daglegu lífi og hvaða möguleika erfðafræðin gefur til framtíðar.

Þekkingarviðmið

  • lykilhugtökum erfðafræðinnar um litninga og gen
  • frumuhring og ferli frumuskiptinga, bæði mítósu og meiósu
  • gerð og starfsemi litninga, gena, DNA og próteinmyndun
  • helstu breytingum sem verða á erfðaefninu, orsökum þeirra og afleiðingum, punktbreytingum og litningabreytingum
  • litningavíxlum og erfðum tengdra gena
  • temprun á genavirkni í dreifkjörnungum og heilkjörnungum
  • tengslum ófrjósemi og æxlisvaxtar við stökkbreytingar og óeðlilega frumuskiptingu
  • tengslum milli erfða og þróunar lífvera
  • grunnaðferðum sem notaðar eru í erfðarannsóknum og erfðatækni
  • dæmum um nýtingu erfðafræði og erfðatækni í daglegu lífi, í landbúnaði og í læknavísindum

Leikniviðmið

  • beita lögmáli Mendels um arfgengi m.a. til að lesa úr ættartöflum og reikna út líkur á tiltekinni svipgerð ef arfgerð foreldra er þekkt
  • þekkja mun á mítósu og meiósu með því að skoða og teikna myndir af stöðu litninga í fösum skiptinganna
  • nota lykil erfðanna og tengja röð níturbasa í DNA og RNA við röð amínósýra í prótíni
  • skoða siðfræðileg álitamál erfðatækninnar
  • lesa erfðafræðilegar upplýsingar úr máli og myndum

Hæfnisviðmið

  • nýta upplýsingar um arfmynstur
  • nýta lögmál Mendels til að sjá hvort erfðir eru ríkjandi, víkjandi eða kynbundnar
  • draga ályktanir um arfmynstur út frá tölum og öðrum upplýsingum um svipgerðir eða úr ættartöflum
  • nýta stöðluð hugtök úr erfðafræði til að útskýra fyrirkomulag gena á litningum og hvernig gen stýra einkennum lífvera
  • útskýra að fjölbreytni í starfsemi frumna stafar af breytingum á genum og tjáningu þeirra
  • afla upplýsinga á íslensku og ensku um almenna- og sameindaerfðafræði og meta þær á gagnrýninn hátt
  • tengja undirstöðuþekkingu í erfðafræði við daglegt líf og átta sig á notagildi hennar
  • geta kynnt sér umfjöllun um erfðafræðileg málefni og tekið þátt í umræðum þar að lútandi
  • miðla þekkingu sinni á erfðum lífvera, munnlega, skriflega, með teikningum og skýringarmyndum
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?