Fara í efni

BVRT3RB05(AV) - Rafeindatækni í bifvélavirkjun

Rafeindatækni í bifvélavirkjun

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: BVHR2VH05
Farið yfir gerð rása, íhluti (hálfleiðara, viðnám, þétta, spólur) og virkni þeirra. Farið yfir raftæki ökutækja sem starfa á einhvern hátt með púlsandi straumi. Skoðað samspil þeirra gilda sem skipta máli varðandi gerð straum- og spennupúlsa og tímastillinga. Gerðir útreikningar og æfingar í meðferð sveiflusjár. Áhersla á að nemendur kunni nægileg skil á undirstöðu rafmagnsfræðinnar til að geta unnið með íhluti og tæki. Farið yfir díóður, zener-díóður, spennustilla, transistora, thyristora og rafeindaviðnáma (NTC-PTC). Skoðuð gerð og virkni rökrásahliða (aðgerðamagnara) í einföldum rásum og samsettum rásum. Gerðir útreikningar og æfingar í gerð einfaldra rása með tilvísan í ökutæki. Farið yfir vinnubrögð og notkun verkfæra sem þarf til að gera rafeindarásir. Gerðar tilraunir og æfingar á verkefnabretti.

Þekkingarviðmið

 • undirstöðuatriðum rafmagnsfræðinnar
 • nöfnum og virkni algengra íhluta í rafeindarásum
 • raftækjum ökutækja sem starfa á einhvern hátt með púlsandi straumi
 • helstu torleiðurum, gerð þeirra, virkni og notagildi í rafbúnaði ökutækja gerð og virkni rökrásahliða

Leikniviðmið

 • reikna helstu gildi í tímastilltum rásum
 • tengja sveiflusjá við rás og sýna púlsa rásarinnar
 • nota sveiflusjá við skoðun einfaldra rafeindarása
 • reikna út eiginleika torleiðara
 • setja saman einfaldar rafeindarásir

Hæfnisviðmið

 • lýsa virkni tímastilltra rása (RL- og RC-rásir) og hugtökum sem gilda um púlsa í rafrásum
 • lýsa einföldum rafeindarásum í rafbúnaði ökutækja
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?