Fara í efni

VIÐS2SS05 - Frumkvöðlafræði

gerð viðskiptaáætlana, markaðsfræði, samvinna, sköpun

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: engar
Í áfanganum er lögð áhersla á sköpun og virka þátttöku nemanda. Hann þekki aðferðir til að koma auga á viðskiptatækifæri og gert einfalda viðskiptaáætlun. Nemandinn stofnar, rekur og lokar fyrirtæki sem byggist á eigin viðskiptahugmynd og kynnist mikilvægi góðs undirbúnings og fjölbreyttra verkþátta við rekstur fyrirtækis. Farið verður í grunnatriði sem hafa verður í huga til þess að koma vöru eða viðskiptahugmynd á framfæri. Lögð er áhersla á hópavinnu og mikilvægi jákvæðra samskipta, að hver einstaklingur fái að njóta sín og finna hvernig hæfileikar hans nýtast best.

Þekkingarviðmið

 • þróun viðskiptahugmyndar
 • mikilvægi góðrar undirbúningsvinnu og skipulags
 • ferlinu við að stofna og reka lítið fyrirtæki
 • mikilvægi stjórnunar
 • markmiðasetningu og hversu mikilvægt er að setja sér markmið
 • einfaldri viðskiptaáætlun (markaðsmál, fjármál, starfsmannamál, skipulag)
 • einfaldri markaðsáætlun, að koma vöru/þjónustu á framfæri
 • mikilvægi ímyndar vöru og fyrirtækis
 • samvinnu og mikilvægi jákvæðra samskipta
 • félagslegri og samfélagslegri ábyrgð

Leikniviðmið

 • miðla sínum skoðunum og hlusta á skoðanir annarra
 • ræða viðfangsefni á málefnalegan hátt
 • skipuleggja vinnu sína fram í tímann og setja sér markmið
 • stunda sjálfstæð vinnubrögð endurtekning, kemur fram að neðan

Hæfnisviðmið

 • gera markaðs- og viðskiptaáætlun
 • koma vöru í framleiðslu og sölu
 • sýna ábyrgð og frumkvæði við vinnu sína
 • vinna með ólíku fólki
 • stofna og reka lítið fyrirtæki
 • tileinka sér víðsýni og faglega ígrundun í samvinnu
 • hlusta óhlutdrægt á gagnrýni og ráðgjöf
 • tileinka sér gagnrýna hugsun við frumkvöðlastarf og fyrirtækjarekstur
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?