Fara í efni

HÖTE2MV05(AV) - Myndvefnaður

litablöndun, myndvefur, vefgrind

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: HÖTE2HU05
Í áfanganum lærir nemandinn að setja upp í vefgrind og vefa myndvef af stærðinni 25 x 45 cm. Nemandinn lærir grunnaðferðir í myndvef eins og tengingar, skálínur, bogalínur, einfalda litablöndun og notkun mismunandi þráða og notar gróft band í uppistöðu, um það bil 2 þræði á cm. Lögð er áhersla á að nemandinn kynnist menningarlegu gildi myndvefnaðar ásamt fagtungumáli og hugtökum sem notuð eru í greininni. Áhersla er lögð á að auka víðsýni nemandans, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.

Þekkingarviðmið

 • menningarlegu gildi myndvefnaðar, sérkennum og sögu
 • myndvefnaði í íslenskri og alþjóðlegri listasögu
 • mismunandi myndvefnaðaraðferðum
 • mismunandi tækjum og tólum sem tilheyra vefnaði
 • fagtungumáli og þeim hugtökum sem notuð eru í myndvefnaði
 • grunnaðferðum eins og tengingum, skálínum og bogalínum
 • notkun mismunandi þráða
 • litablöndun

Leikniviðmið

 • setja upp í vefgrind fyrir myndvef
 • vinna hugmynda- og skissuvinnu fyrir vefnaðarmyndverk á sjálfstæðan og skapandi hátt
 • vefa myndvef a.m.k. í stærðinni 25 x 45 cm
 • nota tengingar, vefa skálínur og bogalínur
 • blanda liti á einfaldan hátt
 • nota mismunandi þráð
 • beita líkamanum á réttan hátt við vinnu sína
 • beita skapandi aðferðum í myndvefnaði t.d. með lita- og efnisnotkun

Hæfnisviðmið

 • nýta sér verkkunnáttu í myndvefnaði
 • koma mynd yfir í vefnað
 • sýna sjálfstæð vinnubrögð við myndvefnað a.m.k. að stærðinni 25 x 45 cm.
 • tjá sig um helstu myndvefnaðarverk, innlend og erlend
 • vera fær um að taka þátt í uppbyggilegri og frjórri samræðu um verk sín og annarra í vefnaði
 • ígrunda og rökstyðja lita- og efnisval sitt með tilliti til tækni og fagurfræði
 • nýta styrkleika sína í verkefnavali
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?