Fara í efni

ÍSLE1ÁL03 - Íslenska með áherslu á lýðræði og mannréttindi

læsi, lýðræði, mannréttindi og bókmenntir

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Unnið verður með alla þætti íslenskunnar og grunnþátturinn lýðræði og mannréttindi verður hafður að leiðarljósi. Notaðar verða aldursmiðaðar bókmenntir sem gefa fjölbreytta sýn á aðstæður og umhverfi ungs fólks. Fjölbreytt verkefni verða nýtt í kennslunni. Nemendur verða hvattir til að velta fyrir sér hugtakinu lýðræði og taka afstöðu til siðferðilegra álitamála, s.s. mannréttinda, samábyrgðar, meðvitundar og virkni borgaranna til þátttöku í að móta samfélag sitt og hafa áhrif. Megin áhersla verður á að nemendur viðhaldi og byggi ofan á þann grunn sem þeir búa nú þegar að.

Þekkingarviðmið

 • hugtökunum lýðræði og mannréttindi
 • fjölbreytileika lýðræðis og mannréttinda
 • samhenginu á milli réttinda og skyldna
 • að í lýðræðisríki eiga borgarnir að búa við mannréttindi og komast að samkomulagi
 • mikilvægi þess að eiga valmöguleika

Leikniviðmið

 • átta sig á fjölbreytileika samfélagsins og mismunandi menningarheimum
 • að beita gagnrýnni hugsun
 • virða skoðanir annarra
 • taka þátt í umræðum

Hæfnisviðmið

 • skilja þá hugsun sem felst í hugtökunum lýðræði og mannréttindi
 • spyrja spurninga og hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
 • átta sig á tengingu á milli réttinda og skyldna
 • láta skoðanir sínar í ljós
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?