Fara í efni

BVHE2HÍ05(AV) - Vökvahemlar

hemlakerfi og íhlutir

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: VÉLS1GV05
Farið er yfir hugtökin kraftur og þyngd. Fjallað er um eðli þeirra og áhrif í ökutækjum, vogararma og snúningsvægi, núning og núningsstuðul, hreyfiorku og hemlunarafköst. Skoðuð eru hemlakerfi og íhlutir: höfuðdælur, hjólhemlar, bæði diska- og skálahemlar, hjálparbúnaður (þrýsti- og hemlunarstjórnun o.fl.), rör og slöngur. Áhersla er lögð á skyldur og ábyrgð viðgerðarmanna vegna umferðaröryggis. Farið er yfir aðferðir við að taka hjólhemla í sundur og hvernig hentugt er að hreinsa íhluti og meðhöndla fyrir samsetningu. Lögð er áhersla á skoðun og mat á hemlahlutum. Farið er yfir slöngu- og röralagnir og gerð þéttinga á hemlarörum. Farið yfir ýmsar aðferðir við lofttæmingu vökvakerfa. Kynnt er notkun hemlaprófunartækis. Nemendur fá fræðslu um geymslu og förgun efna og hvað ber að varast varðandi mengun frá hemlabúnaði. Farið er yfir virkni höfuðdælu og stjórnbúnaðar í vökvahemlakerfum, áhersla lögð á eftirfarandi þætti: þrýstijöfnun, hleðsluskynjun þrýstitakmörkunar og viðvörunarbúnað. Gerð verkefni um prófun og stillingu. Nemandinn fær þjálfun við hemlunarprófun. Farið í að meta slit og ástand skála og diska og æfingar í að renna diska.

Þekkingarviðmið

 • kröfum til hemla í reglugerð um gerð og búnað ökutækja
 • þeim kröftum sem eru virkir í ökutæki við hemlun
 • algengum vökvahemlakerfum og íhlutum þeirra
 • ýmsum gerðum stöðuhemla
 • höfuðdælum og stjórnbúnaði í vökvakerfum: þrýstijöfnun, hleðsluskynjun, þrýstitakmörkunar- og viðvörunarbúnaði
 • tækjum sem notuð eru til að renna hemladiska
 • vinnubrögðum við að þvo/hreinsa íhluti og meðhöndla fyrir samsetningu

Leikniviðmið

 • reikna út hröðunarkrafta, núnings- og hemlunarafköst
 • renna hemladiska
 • gera viðeigandi stillingar í hemlakerfi, þ.m.t. stöðuhemlum
 • gera ítarlega hemlaprófun

Hæfnisviðmið

 • lýsa virkni algengra vökvahemlakerfa og helstu íhluta þeirra
 • lýsa virkni stöðuhemla
 • lýsa virkni og meta ástand og virkni höfuðdælu og stjórnbúnaðar vökvahemlakerfis
 • lýsa virkni og meta ástand og virkni þrýstijöfnunar, hleðsluskynjunar, þrýstitakmörkunar- og viðvörunarbúnaðar vökvahemla
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?