Fara í efni

MYNL2LJ05 - Ljósmyndun

filmur, hugmyndavinna, ljósmyndatækni, myrkrakompa

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: MYNL2HU05
Í áfanganum lærir nemandinn að beita aðferðum ljósmyndunar til að tjá hugmyndir sínar og tilfinningu fyrir umheiminum. Hann lærir á stillingar ljósmyndavélarinnar (filmu eða stafræna) og spreytir sig í myndatöku aðallega við náttúrulega lýsingu. Nemandinn kynnist vinnu í myrkrakompu þar sem hann framkallar og stækkar svart/hvítar myndir teknar á filmu og gerir tilraunir á skapandi hátt. Áhersla er lögð á eigin túlkun í nálgun viðfangsefna og meðvitund nemanda um inntak og uppbyggingu bæði einstaka mynda og í samhengi innan myndraða.

Þekkingarviðmið

 • hvernig hann getur beitt ljósmyndavél við ólíkar aðstæður til að ná fram fjölbreyttu myndefni
 • tengslum ljósops og tökuhraða
 • tjáningarmöguleikum sínum frá sjónarhóli ljósmyndunar í myndatöku og í myrkrakompu
 • meðferð og túlkun ljósmyndunar
 • mikilvægi ljósmyndunar í samfélaginu og samtímalistum

Leikniviðmið

 • nota handvirkar stillingar myndavélarinnar af öryggi
 • sjá myndefni í umhverfi sínu
 • skapa ljósmyndaseríu eftir eigin hugmynd
 • stækka mynd í stækkara
 • framkalla filmu
 • velja ljósmyndir, skoða þær í samhengi og ræða um þær

Hæfnisviðmið

 • sýna frumkvæði og skapandi nálgun við vinnu í myrkrakompu
 • öðlast sjálfstraust í myndbyggingu og sjálfstæði í þróun hugmynda
 • skilja áhrif mismunandi mynduppbyggingar
 • skilja hvernig samhengi myndanna getur breytt merkingu þeirra
 • ganga frá og setja upp fjölbreyttar ljósmyndir til sýningar
 • fjalla um og meta eigin verk og annarra á upplýstan og greinargóðan hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?