Fara í efni

STÆF2LT05 - Líkindareikningur og lýsandi tölfræði

fylgni, líkindareikningur, lýsandi tölfræði, normleg dreifing

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Að hafa lokið grunnskóla með fullnægjandi hætti að mati skólans.
Fjallað er um aðferðir til að greina töluleg gögn þannig að þær upplýsingar sem í þeim felast verði aðgengilegar. Fjallað er um tíðnitöflur, myndræna framsetningu upplýsinga, mælingar á miðsækni og dreifingu og um fylgni. Farið er yfir undirstöðuatriði talningafræði og líkindareiknings og kynntar aðferðir og reglur sem nýtast til að telja valkosti og leysa mismunandi líkindadæmi. Rætt er um tvíkostadreifingu og normlega dreifingu og notagildi þeirra. Í áfanganum er lögð áhersla á skipulögð vinnubrögð og nákvæmni í framsetningu við lausn verkefna í stærðfræði.

Þekkingarviðmið

  • helstu aðferðum lýsandi tölfræði
  • fylgni
  • grunndvallaratriðum talningafræði og beitingu talningaregla
  • líkindareikningi og helstu líkindareglum
  • tvíkostadreifingu og notkun hennar við lausn líkindadæma
  • normlegri dreifingu

Leikniviðmið

  • beita helstu aðferðum lýsandi tölfræði til að greina talnasöfn og gera grein fyrir niðurstöðunum
  • reikna fylgni og útskýra niðurstöður fylgnireiknings
  • beita algengustu talningareglum
  • reikna líkindadæmi með aðstoð helstu líkindareglna
  • reikna mismunandi dæmi tengd normlegri dreifingu
  • nota töflureikni til að leysa verkefni

Hæfnisviðmið

  • skilja og meta með gagnrýnum hætti tölfræðlegar upplýsingar í fjölmiðlum og fræðiritum
  • vinna með skipulegum hætti úr tölulegum upplýsingum með aðferðum lýsandi tölfræði
  • kynna og útskýra niðurstöður verkefna
  • setja verkefni á mæltu máli fram á stærðfræðilegan hátt, leysa það og túlka lausnina
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?