Fara í efni

STJR4VM05 - Stjórnun

breytingastjórnun, frumkvöðlastjórnun, gæðastjórnun, mannauðsstjórnun, verkefnastjórnun

Einingafjöldi: 5
Þrep: 4
Viðfangsefni áfangans miða að því að veita nemandanum innsýn í, þekkingu og þjálfun í helstu viðfangsefni stjórnenda. Farið verður í helstu hugmyndir um gæðastjórnun, þróun gæðastjórnunar og hvernig hægt sé að vinna að aukinni gæðavitund og betri gæðastjórnun í rekstri. Fjallað um hlutverk góðrar mannauðsstjórnunar frá ráðningu til starfsloka. Fjallað um hvaða áhrif mismunandi þjóðmenning hefur á verkefni stjórnenda fyrirtækja. Unnið er með breytingastjórnun og hvernig hægt er að vinna farsællega með stafsmönnum að breytingum, þeim og rekstrinum til hagsbóta. Nemendur æfast í verkefnastjórnun og læra um mikilvægi góðrar skipulagningar og áætlunar á verki. Nemendur kynnast frumkvöðlastjórnun og mikilvægi nýsköpunar og umbóta í fyrirtækjarekstri. Farið verður yfir hlutverk stjórnenda m.t.t. samfélaglegrar ábyrgðar fyrirtækja og ábyrgð á umhverfi sínu.

Þekkingarviðmið

 • hugmyndum gæða-, mannauðs, breytinga-, verkefna- og frumkvöðlastjórnun
 • mikilvægi gæðastarfs í fyrirtækjum og stöðugri framþróun gæðamála
 • gildi starfsmannastefnu, starfsmannaáætlunum, greiningu og hönnun starfa og mikilvægi góðra starfslýsinga
 • ráðningarferli starfsmanna, þjálfun nýliða, stöðugri þróun starfa og endurmenntun og hvað felst í stafslokum starfsmanna og áhrif á fyrirtækið
 • mikilvægi góðrar verkefnastjórnunar og hvað felst í góðri verkefnastjórnun
 • nýsköpunarstjórnun og mikilvægi þess að nýta aðferðir hennar í framþróun fyrirtækis

Leikniviðmið

 • nýta sér þekkingu sína á stjórnun og þeirri hugmyndafræði stjórnunar er sem hann hefur lært
 • nýta hugmyndir gæðastjórnunar til að bæta starfssemi fyrirtækisins, eigendum, starfsmönnum og viðskiptavinum til hagsbóta
 • greina vinnuferla og gert tillögur að hagræðingu og úrbótum
 • gera starfssamninga, starfslýsingar, vinna að stöðugri endurmenntun og framþróun starfsmanna
 • setja upp verkáætlanir
 • gera jafnréttisáætlun, gera verkferil til að taka á einelti ef upp kemur á vinnustað
 • greina vanda er upp kemur vegna mismunandi þjóðmenningar og þau tækifæri sem felast í henni
 • vinna að sjálfbærni og umhverfisstefnu fyrir fyrirtækið
 • vinna að stefnu fyrirtækisins í góðu viðskiptasiðferði

Hæfnisviðmið

 • útskýra grundvallarmuninn á milli þeirra stjórnunarhugmynda sem unnið var með í áfanganum
 • útlista mismunandi aðferðir í starfsmannastjórnun og notað þær sem eiga best við með tilliti til aðstæðna hverju sinni
 • leysa úr vanda á vinnustað sem á rót að rekja til mismunandi þjóðmenningar starfsmanna og nýti þau tækifæri sem fylgja mismunandi þjóðmenningu
 • leysa úr siðferðislegum álitamálum er upp koma
 • reka fyrirtæki sem hefur jafnrétti í víðum skilningi þess orðs að leiðarljósi
 • leiða breytingar í fyrirtækinu á farsælan hátt
 • nýta sér hugmyndafræði mannauðsstjórnunar til að hvetja og efla starfsmenn og móta gott vinnuumhverfi
 • gera og vinna eftir verkáætlun
 • vinna að frumkvöðla- og nýsköpunarverkefnum á rekstrarsviði fyrirtækisins
 • reka fyrirtæki þar sem starfsmenn vinna á jafnréttisgrundvelli
 • reka fyrirtæki sem er með gott viðskiptasiðferði og samfélagslega ábyrgt
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?