Fara í efni

SMÍÐ3SS05 - Handavinna málmiðna 3

sjálfstæð vinna, smíðaverkefni, stálsmíðateikningar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: SMÍÐ2NH05
Nemendur kynna sér hina ýmsu vinnustaði sem starfa á sviði málmiðnaðar. Nemendur læra að vinna samkvæmt teikningum og meta hvernig best er að vinna verkið með tilliti til kostnaðar, öryggis, efnisvals og gæða. Nemendur vinna í sumum tilfellum samkvæmt eigin teikningu og meta hvernig best er að vinna fyrirfram ákveðið verk, þá er hlutur mældur, rissaður og síðan gerð vönduð vinnuteikning. Farið er yfir meðferð, umhirðu og öryggisþætti allra véla og tækja sem koma að vinnu nemenda, sem og aðra almenna öryggisþættir á verkstæðinu. Nemendur þjálfast í hópstarfi og samvinnu um smíðaverkefni. Nemendur samhæfa þekkingu, leikni og hæfni sem þeir hafa öðlast í öðrum áföngum.

Þekkingarviðmið

 • einföldum stálsmíðateikningum
 • mismunandi málvikum sem gefin eru upp á smíðateikningum
 • helstu vélum og handverkfærum til stálsmíða
 • algengasta fylgibúnaði
 • helstu vinnsluháttum við almennar stálsmíðar
 • helstu öryggisþáttum við almennar stálsmíðar
 • hlífðarbúnaði tengdum helst stálsmíðaverkefnum
 • mikilvægi varna gegn hávaða
 • mikilvægi góðrar loftræstingar á vinnustað

Leikniviðmið

 • lesa úr einlínumyndum og einfaldari stálsmíðateikningum
 • efna niður í tengd verkefni m.t.t. málvika
 • meðhöndla vélar og handverkfæri á viðeigandi hátt
 • efnistaka skv. einföldum teikningum
 • gera einfalda kostnaðaráætlun
 • beita suðuaðferðum sem eiga við hverju sinni
 • beita einfaldari vélum og handverkfærum til stálsmíða
 • forma, beygja og valsa einfalda smíðagripi úr plötu og stangarefni

Hæfnisviðmið

 • smíða einfalda hluti úr mismunandi plötu og stangarefni
 • smíða einfalda hluti m.t.t. málvika
 • vinna eftir einföldum stálsmíðateikningum
 • merkja upp einfalda útflatninga eftir námkvæmum vinnuteikningum
 • skipuleggja vinnu við minni verkefni í samráði við aðra
 • vinna að einhverju leiti sjálfstætt að einfaldari verkefnum
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?