Fara í efni

MYNL2SK05 - Þrívíddarformfræði

lágmyndir og rými, skúlptúr, þrívíð myndverk

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: MYNL2HU05
Í áfanganum er unnið með hugtökin rými, tvívídd, þrívídd, ljós, skuggi og myndbygging auk annarra hugtaka sem tengjast skúlptúrum og þrívíðum verkum. Leitast verður við að kynna nemandanum fjölbreytta þrívíða vinnu og að hann skoði hvernig koma má tvívíðum skissum í þrívítt form. Unnið verður með ýmis efni s.s., pappír, leir, gifs, vír, garn, ullarflóka, léreft o.fl. Nemandinn heldur utan um skissur, hugmyndir, prufur og þróunarvinnu sína og setur fram með skipulögðum hætti. Auk þessa vinna nemendur rannsóknarverkefni í hópum sem þeir kynna fyrir samnemendum sínum.

Þekkingarviðmið

  • hugtökum s.s. þrívídd, skúlptúr, lágmynd, myndbygging og rými
  • eigin vinnuferli frá hugmynd að fullunnu verki
  • grunnaðferðum afsteyputækni
  • þrívíðri myndlist í nærumhverfinu og þekki höfunda hennar
  • ýmsum stefnum og stílbrigðum í þrívíðri myndlist
  • helstu efnum og aðferðum í gerð þrívíðra myndverka

Leikniviðmið

  • móta verk í þrívídd með mismunandi aðferðum
  • vinna þrívítt útfrá tvívíðum skissum
  • beita mismunandi aðferðum og tækni í tilraunum og skissugerð
  • meðhöndla efni og verkfæri til þrívíðrar myndsköpunar
  • þróa þrívíð verk út frá eigin hugmyndum og tilraunum
  • beita aðferðum sem nýtast í hugmyndavinnu, framsetningu verkefna og skipulagningu á verkferli og útfærslu verka sinna

Hæfnisviðmið

  • ræða um og rökstyðja þær hugmyndir sem hann túlkar í verkum sínum
  • velja efni við hæfi til úrvinnslu þrívíðra verka
  • sýna áræðni og frumkvæði við útfærslu í þrívíðri vinnu
  • nýta sér sköpun, ímyndunarafl, innsæi og tilfinningar við þróun hugmynda, skissuvinnu og úrvinnslu
  • fjalla um og meta eigin verk og annarra á upplýstan og greinargóðan hátt og gera grein fyrir forsendum
  • greina áherslur og stílbrigði merkingar í rýmis- og efnisnotkun þekktra listamanna
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?