Fara í efni

LÍOL2VÖ05 - Vöðvafræði

beinagrindarvöðvar, latínuheiti, liðamót, vöðvasamdráttur

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: LÍFF2LK05 eða sambærilegur áfangi
Allir helstu beinagrindarvöðvar líkamans. Uppbygging vöðvafrumu, helstu atriði í vöðvasamdrætti og orkumyndun vöðva. Staðsetning, útlit, upptök og festur helstu vöðva líkamans ásamt því að þekkja hlutverk þeirra og latínuheiti. Nemandi kunni skil á algengustu tegundum vöðvaójafnvægis í líkamanum og leiðir til að bregðast við því, þekki helstu tegundir meiðsla á liðum og vöðvum líkamans. Farið er yfir bein líkamans, uppbygging mismunandi liðamóta og hreyfingar beina út frá þeim. Áhersla er lögð á tengingu við umhverfi og reynsluheim nemenda, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.

Þekkingarviðmið

  • helstu vöðvum líkamans, upptökum þeirra og festu
  • vöðvasamdrætti, vöðvaítaugun og orkuvinnslu vöðva
  • helstu beinum líkamans, heiti þeirra og staðsetningu
  • mismunandi liðagerðum og hreyfingum þeirra
  • helstu lögmálum hreyfifræðinnar
  • helstu meiðslum á vöðvum og liðamótum

Leikniviðmið

  • skoða helstu vöðva líkamans, sýna hvar þeir eru og hvaða hreyfingar þeir orsaka
  • skoða hvað orsakar vöðvaójafnvægi í líkamanum
  • skoða hvað orsakar helstu meiðsli á vöðvum og liðamótum
  • beita réttri tækni í starfi, leik og daglegu lífi
  • lesa fræðilegan texta sem tengist viðfangsefnum áfangans

Hæfnisviðmið

  • greina og útskýra hreyfingu helstu vöðva líkamans út frá legu, upptökum og festu
  • greina frá staðsetningu og heitum helstu beina líkamans.
  • greina frá helstu liðamótum líkamans og rökstyðja hvaða hreyfingar þau leyfa
  • nýta hreyfifræðilögmál til að útskýra helstu hreyfingar líkamans
  • leiðrétta vöðvaójafnvægi og draga úr líkum á meiðslum á vöðvum og liðamótum
  • útskýra vöðvavinnu í ákveðnum hreyfingum, teygjum og kyrrstöðu
  • greina mun á réttri og rangri líkamsbeitingu
  • greina og útskýra slæma líkamsstöðu
  • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
  • greina, hagnýta og meta upplýsingar í margskonar formi (töluðu, rituðu eða myndrænu)
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?