Fara í efni

RATÆ2DA05 - Rafeindatækni 2

Diac, FET transistorar, aðgerðamagnarar, triac

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: RATÆ2DT05
Áfanginn er framhald af RATÆ2DT05 og er hér haldið áfram að fjalla um BJT transistora. Þeir eru nú skoðaðir sem magnarar í mismunandi tengingum. Einnig er farið í aðra hálfleiðaraíhluti svo sem týristora (SCR, DIAC, TRIAC), virkni þeirra og notkun. Nemandinn kynnist einnig FET – transistorum og aðgerðamögnurum í þessum áfanga, helstu reikningum og notkunarmöguleikum þeirra. Nemandinn gerir mælingar bæði með mælitækjum og hermiforriti.

Þekkingarviðmið

 • hvernig hægt er að nota BJT transistora sem magnara
 • hvernig SCR, DIAC, TRIAC týristorar virka, skoða tákn og helstu notkunar möguleika
 • táknum og DC-reikningum varðandi FET transistora (JFET, MOSFET)
 • helstu táknum, virkni- og notkunarmöguleikum aðgerðarmagnara

Leikniviðmið

 • framkvæma alla helstu reikninga varðandi BJT transistora bæði AC og DC
 • framkvæma DC-reikninga í rásum með FET-transistorum
 • framkvæma mælingar á rásum með hinum ýmsu hálfleiðaraíhlutum
 • reikna helstu stærðir í BJT transistorum og framkvæma mælingar
 • reikna mögnun í aðgerðamagnararásum

Hæfnisviðmið

 • tengja eftir teikningu allar helstu gerðir magnara með BJT-transistorum og framkvæma á þeim reikninga og mælingar bæði hvað varðar AC-og DC
 • tengja eftir teikningu magnara með FET-transistorum og gera á honum DC-reikninga og mælingar
 • nýta hermiforrit við gerð mælinga og setja niðurstöður mælinga fram í skýrslu
 • tengja og framkvæma mælingar á magnararás með aðgerðarmagnara
 • tengja eftir teikningu og framkvæma mælingar á rásum með öðrum hálfleiðaraíhlutum s.s. DIAC, TRIAC og SCR
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?