Fara í efni

ENSK1LO05 - Grunnþættir í ensku

lesskilningur, málfræði, orðaforði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Fara eftir inntökuskilyrðum skólans hverju sinni.
Í þessum áfanga er lögð mikil áhersla á lestur fjölbreyttra texta til að auka lesskilning og orðaforða. Auk þess er nemandinn þjálfaður markvisst í munnlegri tjáningu og ritun. Undirstöðuatriði enskrar málfræði eru rifjuð upp. Lesnar eru óstyttar smásögur með það að markmiði að þjálfa nemandann í textarýni og túlkun. Nemandinn vinnur ýmist sjálfstætt eða í hóp að fjölbreyttum og skapandi verkefnum m.a. um sjálfvalið efni. Markmið áfangans er að nemandinn auki grunnþekkingu sína í ensku og geri sér grein fyrir hvernig hún nýtist honum á fjölbreyttan og hagnýtan hátt.

Þekkingarviðmið

  • almennum orðaforða sem tengist efni áfangans
  • grundvallarþáttum málfræðinnar
  • notkun hjálpargagna svo sem orðabóka og leiðréttingarforrita
  • algengum framburðarreglum
  • formgerð og byggingu texta og mismuninum á töluðu og rituðu máli

Leikniviðmið

  • tjá sig munnlega og skriflega í samfelldu máli um sjálfan sig, umhverfi sitt og annað sem tengist efni áfangans
  • skrifa einfaldan texta um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á
  • lesa mismunandi texta
  • hlusta og skilja almenn samtöl
  • nota stafrænar orðabækur, upplýsingatækni og nauðsynleg hjálpargögn í tungumálanámi
  • taka þátt í einföldum samræðum
  • setja upp texta á viðeigandi hátt eftir aðstæðum hverju sinni

Hæfnisviðmið

  • beita mismunandi lestraraðferðum eftir því sem við á
  • beita grundvallaratriðum enskrar málfræði í ritun og tali
  • rýna í styttri bókmenntatexta
  • afla sér upplýsinga á fjölbreyttan hátt um mismunandi málefni
  • gera greinarmun á mismunandi málnotkun eftir aðstæðum og fylgja eftir og taka þátt í samræðum um efni sem farið hefur verið í
  • þróa með sér aga og skipulögð vinnubrögð
  • útskýra og rökstyðja skoðanir sínar á tilteknum málefnum á enskri tungu
  • miðla eigin þekkingu og skoðunum á efni sem hann hefur kynnt sér
  • leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?