Fara í efni

ÍSLE3FN05 - Íslenskar hrollvekjur fyrr og nú

Hryllingssögur, bókmenntategundir, frásagnarhefð og einkenni

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: 10 einingar á 2. þrepi
Fjallað verður um íslenskar hrollvekjur í sem víðustum skilningi, í ljósi fortíðar og nútíðar, frásagnarhefðar og sagnaskemmtunar og þær tengdar við erlendar bókmenntir af sama meiði. Litið verður til fornaldarsagna sem og íslenskra þjóðsagna sem margar hverjar hafa yfir sér óhugnanlegan blæ. Rætt verður um einkenni þessarar bókmenntategundar og það skoðað hvernig hún hefur breyst í aldanna rás og einnig reynt að finna út hvað skýrir vinsældir hrollvekja. Lesin verða nokkur verk sem flokkast geta undir þessa tegund bókmennta, rætt um þau og ritað. Verkin verða greind með hliðsjón af hefðinni og helstu samtímastraumum hverju sinni og einnig verður kvikmyndum, sem gerðar hafa verið eftir skáldsögum, gefinn gaumur. Nemendur verða einnig þjálfaðir í notkun bókmenntahugtaka og heimildavinnu. Nemendur kynna sér fræðilegar greinar sem tengjast efninu. Áhersla lögð á fjölbreytt og skapandi verkefni sem reyna á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og mismunandi hæfni nemenda, auka víðsýni og gagnrýna hugsun. Nemendur vinna ýmist hver fyrir sig eða með öðrum.

Þekkingarviðmið

 • einkennum og formi bókmenntategundarinnar
 • sögu og þróun hrollvekjubókmennta á Íslandi
 • sögu og þróun hrollvekjubókmennta í Evrópu og Bandaríkjunum
 • stöðu bókmenntagreinarinnar innan bókmennta
 • tengslum bókmenntagreinarinnar við aðra miðla svo sem kvikmyndir og sjónvarp
 • nokkrum verkum íslenskra og erlendra hrollvekjuhöfunda
 • notkun heimilda og hjálpargagna í tengslum við verkefnavinnu
 • frágangi og skráningu heimilda
 • grundvallarreglum við byggingu og uppsetningu ritsmíða
 • grunnhugtökum í bókmenntafræði og beitingu þeirra

Leikniviðmið

 • lesa algengustu tegundir bókmenntatexta
 • beita algengum stílbrögðum í tal- og ritmáli
 • skilja lykilhugtök og mismunandi sjónarhorn í bókmenntum
 • draga saman og nýta á viðurkenndan og gagnrýninn hátt upplýsingar úr hvers kyns heimildum og meta áreiðanleika þeirra
 • flytja af öryggi lýsingar og kynningar á verkefnum sínum, hver fyrir sig og með öðrum

Hæfnisviðmið

 • skilja, greina og tengja bókmenntatexta við ríkjandi stefnur í listum á hverjum tíma
 • skrifa skýran, vel uppbyggðan og grípandi texta, á vönduðu og blæbrigðaríku máli
 • taka þátt í málefnalegum umræðum, tjá afstöðu sína og efasemdir um efnið og komast að rökstuddri niðurstöðu
 • draga saman aðalatriði, beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta
 • átta sig á samfélagslegum og bókmenntasögulegum skírskotunum, duldum boðskap og hugmyndum
 • velja ritstíl eftir aðstæðum og viðtakendum
 • vinna skapandi verkefni í tengslum við námsefnið
 • nýta sér heimildir af ýmsum toga í tengslum við námsefni og verkefnavinnu
 • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum við úrvinnslu og skil á verkefnum
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?