Fara í efni

FÉLA3ÞM05 - Mannfræði

félagsleg mannfræði, samfélög manna, þróunarsaga mannsins

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: FÉLA2FA05 eða sambærilegur áfangi
Í áfanganum er fjallað um þróunarsögu mannsins frá upphafi. Lögð er áhersla á að nemandinn kynnist mismunandi menningarheimum og fái þjálfun í að beita afstæðishyggju sem hluta af aðferðafræði fagsins. Áhersla er á eigindlegar aðferðir og kenningar í félagslegri mannfræði. Meðal þess sem verður fjallað um er fjölbreytileiki í fjölskylduformum, hjúskapur, sifjakerfi, kynhlutverk, lagskipting, stríðsrekstur, friðarferli, hagkerfi og trúarbrögð. Lögð er áhersla á heildræna sýn mannfræðinnar og hvaða hlutverki hún gegnir í hnattrænu samfélagi nútímans. Nemandinn fær m.a. innsýn í líffræðilega mannfræði, t.d. prímatafræði og erfðamannfræði.

Þekkingarviðmið

 • sögu mannfræðinnar
 • kenningum og sértækum hugtökum mannfræðinnar
 • sérstöðu mannfræðinnar og skyldleika hennar við aðrar félagsvísindagreinar
 • rannsóknum mannfræðinga fyrr og nú
 • nokkrum fjarlægum og nálægum menningarheimum
 • sjálfbærri þróun

Leikniviðmið

 • leggja gagnrýnið mat á þróunarhugtakið bæði hvað varðar líffræðilega og menningarlega þróun
 • beita aðferðafræði mannfræðinga
 • skoða mismunandi samfélög með kenningum mannfræðinnar
 • beita afstæðishyggju í umræðum og þekkja takmarkanir hennar
 • lesa fræðilegan texta sér til skilnings

Hæfnisviðmið

 • vinna úr rannsóknargögnum og leggja mat á þau
 • sýna frumkvæði í verki
 • meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt
 • afla upplýsinga, greina þær og setja í fræðilegt samhengi
 • miðla skýrt og skilmerkilega fræðilegu efni í ræðu og riti
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?