Fara í efni

TLBS2TB03 - Textíl- og búningasaga

Textíl- og búningasaga

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Í áfanganum er gefin innsýn í búningasögu mannsins frá upphafi fram á okkar daga. Lögð er sérstök áhersla á að skoða áhrif veðurfars, stjórnmála, tækniframfara og tísku á manninn. Fjallað er um verkmenningu mannsins í ólíkum menningarsamfélögum frá tímum pýramídanna og fram á 20. öld. Skoðuð er efnisnotkun og aðferðir við gerð búninga m.a. þæfð, ofin, prjónuð og þrykkt efni. Fjallað er um búningasögu í leikhúsi og kvikmyndagerð, áhrifavaldar greindir og sérkenni í hönnun könnuð með hliðsjón af tilteknum tímabilum. Einnig er saga leikbúninga á Íslandi á 20. og 21. öld skoðuð og áhrifavaldar og einkenni könnuð m.a. með hliðsjón af tækniframförum og fjölmenningu.

Þekkingarviðmið

 • Áhrifum gróður- og veðurfars á gerð fatnaðar og annarra hluta sem ætlaðir eru til almennra nota í manngerðu umhverfi,
 • skilgreindum tímabilum í búningasögu mannsins frá forn Egyptum til nútímans,
 • verkmenningu mannsins í ólíkum menningarsamfélögum fram á 20. öldina,
 • efnisnotkun og aðferðum við gerð fatnaðar, frá þræði í flík,
 • íslenskri búningasögu frá landnámi og fram á okkar daga,
 • búningasögu í leikhúsi og kvikmyndagerð á 20. og 21. öld,
 • þróun leikbúninga í gegn um mannkynssöguna.

Leikniviðmið

 • Vinna með ólíka miðla við upplýsingaöflun s.s bækur, tímarit, vefsíður, myndbönd og viðtöl,
 • setja fram verkefni í búningasögu á sem fjölbreyttastan hátt.
 • afla upplýsinga um búninga frá ákveðnum tímabilum í tengslum við sviðslistaverkefni,
 • vinna hönnunarverkefni út frá búningasögu.

Hæfnisviðmið

 • vera læs á búningasögu mannsins frá upphafi fram á okkar daga,
 • mynda sér sjálfstæðar skoðanir um og túlka sögu fata- og búningagerðar og þá þýðingu sem hún hefur í dag,
 • miðlað þekkingu sinni á verkmenningu mannsins í ólíkum menningarsamfélögum fram á 20. öldina,
 • koma að hönnun búninga fyrir leikhús og önnur sviðslistaverk,
 • ígrunda og draga ályktanir um helstu áhrifavalda í sögu búninga- og fatagerðar í ólíkum menningarheimum og í ljósi veðurfars, gróðurfars og verkþekkingar mannsins.
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?