Fara í efni

MMÆL4MS03(BA) - Mælitækni og mælitæki

Mælitækni og mælitæki

Einingafjöldi: 3
Þrep: 4
Fjalla skal um uppbyggingu hallamælis, sjónhornamælis, (þeódólíts, theodolits) og rafeinda- og leysigeislastýrðra mælitækja og notkunarmöguleikar þessara tækja sýndir. Farið er í hnita- og kótaútreikninga og úttekt á mæliblöðum. Hæðarmæling og prófun tækja, leiðrétting, skráning gagna og hæðarkótareikningur. Kynning á ýmsum mælitækjum og mæliaðferðum. Verklegar mælingar.

Þekkingarviðmið

  • mikilvægi réttra stillinga á þeim búnaði sem notaður er við landmælingar.
  • helstu mælitækjum sem notuð eru í byggingariðnaði.

Leikniviðmið

  • notkun mælitækja við staðsetningu mannvirkja.
  • skráningu gagna.
  • hæðarmælingum og prófun tækja.
  • hnita- og kótaútreikningum og úttektum á mæliblöðum.

Hæfnisviðmið

  • gera landmælingar og mæla út staðsetningu bygginga.
  • beita helstu mælitækjum sem notuð eru í byggingariðnaði.
  • skrá gögn og reikna út hnit.
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?