Fara í efni

SJÓN1TF05 - Teikning

aðferðir, form, teikning, áhöld

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: engar
Í áfanganum lærir nemandinn grunnatriði í teikningu. Hann þjálfar sig í að yfirfæra þrívíða fyrirmynd í tvívíða teikningu og jafnvel þrívíða. Nemandinn þjálfar eigin formskilning með því að teikna einföld form eins og kassa, kúlu og sívalning og skoða hvernig aðrar fyrirmyndir eru byggðar úr þeim. Hann teiknar rýmið í kringum sig, innanhúss og utan og lærir um leið forsendur eins og tveggja punkta fjarvíddar og fleiri leiðir til að skapa dýpt. Nemandinn teiknar mannslíkamann og kynnist hlutföllum hans, jafnvægi og hreyfingu. Hann þjálfar sig í að beita ímyndunaraflinu í teikningu. Hann kynnist ólíkum möguleikum teikningar í listum, vísindum og hönnun í nútíma og sögu. Nemandinn notar ólíkar teikniaðferðir og beitir margskonar teikniáhöldum.

Þekkingarviðmið

 • mikilvægi samræmis og samfellu milli skynjunar og hreyfingar handar í teikningu eftir fyrirmynd
 • hvernig umhverfi okkar byggist úr grunnformum
 • mismunandi formum og hvernig ljós og skuggi hegða sér á þeim
 • eins og tveggja punkta fjarvíddarreglum
 • hvernig hægt er að skapa dýpt með ýmsum aðferðum
 • hlutföllum mannslíkamans
 • nokkrum algengum teiknimiðlum
 • nokkrum leiðum til að útfæra teikningu eftir fyrirmynd á skapandi hátt
 • ólíkum tilgangi með teikningu

Leikniviðmið

 • hreyfa teikniáhald í samræmi og samfellu við skynjun sína
 • yfirfæra það sem hann sér með teikningu á tvívíðan flöt
 • teikna og skyggja grunnform
 • nota þekkingu sína á grunnformum í teikningu á ýmiss konar fyrirmyndum
 • beita eins og tveggja punkta fjarvídd til að teikna umhverfi innan húss og utan
 • beita algengum teiknimiðlum eins og blýanti, kolum, bleki ofl.
 • nota ímyndunarafl til að útfæra og víkka út teikningu eftir fyrirmynd

Hæfnisviðmið

 • þróa eigin stíl í teikningu
 • rannsaka aðferðir og hugmyndir á bak við ólíkar teikningar
 • þróa áfram aðferðir sínar til að setja fram eigin hugmyndir með teikningu
 • nýta teikningar eftir listamenn vísindamenn og hönnuði sem innblástur fyrir eigin vinnu
 • vinna með mismunandi teikniáhöld og aðferðir í tengslum við eigin markmið
 • setja fram eigin hugmyndir með teikningu
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?