Fara í efni

STAR1VS09(AV) - Starfsnám með áherslu á vinnustaðanám

Vinnustaðanám

Einingafjöldi: 9
Þrep: 1
Forkröfur: Að hafa lokið sem svarar a.m.k. fjögurra anna námi
Í þessum áfanga fær nemandinn tækifæri til að kynna sér mismunandi vinnustaði. Við val á vinnustöðum verður tekið mið af óskum nemandans. Starfsnámið verður skipulagt í samráði við vinnuveitendur og hefur kennari eða annar starfsmaður skólans umsjón með starfsnáminu. Nemandinn vinnur eftir vinnulistum sem taka mið af aðstæðum hverju sinni.

Þekkingarviðmið

 • fjölbreyttum vinnustöðum
 • undirstöðuþáttum þess vinnustaðar sem hann kýs að starfa á í sínu starfsnámi
 • þeim áhöldum, tækjum og tólum sem ætlast er til að viðkomandi nýti sér eða meðhöndli úti á vettvangi
 • hættum sem geta verið í starfsumhverfinu
 • atvinnutækifærum og fyrirtækjum í nærsamfélaginu
 • þeim atriðum sem taka ber tillit til við starfsval
 • tilgangi starfa og mikilvægi þeirra í tengslum við önnur störf
 • eigin styrkleikum og mikilvægi góðra samskipta

Leikniviðmið

 • velja sér vinnustað út frá raunhæfum markmiðum
 • vinna sjálfstætt eða undir leiðsögn
 • fylgja fyrirmælum
 • fylgja hreinlætisreglum á vinnustað
 • fylgja samskiptareglum á vinnustað
 • koma sér til og frá vinnu á réttum tímum
 • bera ábyrgð á sjálfum sér og eigin gjörðum
 • taka þátt í samræðum, bera virðingu fyrir skoðunum annarra og sýna umburðarlyndi
 • meta hættur í vinnuumhverfi

Hæfnisviðmið

 • taka þátt í atvinnulífinu
 • biðja um aðstoð ef þess þarf
 • tilheyra starfsmannahópi
 • vera ábyrgur starfsmaður
 • vera hæfur til samvinnu
 • nýta sér hlífðarbúnað og hjálpartæki á vinnustað og forðast hættur
 • þekkja viðeigandi hegðun í vettvangsheimsóknum og/eða í starfsnámi
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?