Fara í efni

BVHE3ÞH05(AV) - Virkni, skoðun, stilling og prófun framleiðsluhluta hemlakerfa

Hemlar, hjálparhemlar, þrýstiloftshemlar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: BVHE2HÍ05
Farið er yfir algengar gerðir læsivarðra hemla. Skoðuð er virkni kerfanna og íhluta þeirra. Þjálfaðar eru aðferðir við eftirlit, prófanir og viðgerðir. Fjallað er um virkni, skoðun, stillingu og prófun framleiðsluhluta hemlakerfa. Farið er yfir stöðu- og neyðarhemlakerfi og hvernig þau eru skoðuð og prófuð. Farið er yfir gerð og virkni hjólhemla, m.a. læsivörn og þeir skoðaðir og stilltir. Þjálfuð er tækni við viðgerðir hjólhemla. Enn fremur leit að loftlekum í leiðslukerfi og viðgerðir á þeim. Kynnt eru hemlakerfi eftirvagna, farið yfir hjálparhemlakerfi, þ.e. drifskaftshemla, útblásturshemla og ýtihemla eftirvagna og æfð prófun hemla ökutækja í hemlaprófara. Áhersla er lögð á slysahættu við viðgerðir þrýstiloftshemlakerfa og ábyrgð viðgerðarmanna vegna akstursöryggis. Farið yfir loftfjöðrunarkerfi í smáum og stórum ökutækjum: framleiðslukerfi, loftbelgi, loft- og segulloka, þungaskynjunar- og hæðarstilliloka og höggdeyfa. Skoðun og skipti á loftfjöðrunarbelg. Stillingar á hæðarstilliloka. Handvirk hæðarstilling yfirfarin. Heildarskoðanir á undirvagni, þ.e. stýris-, fjöðrunar- og hjólabúnaði ökutækja.

Þekkingarviðmið

 • helstu gerðum þrýstiloftshemlakerfa og íhlutum þeirra
 • hjálparhemlum: drifskaftshemlum, útblásturshemlum og ýtihemlum eftirvagna
 • slysahættum við viðgerðir þrýstiloftshemlakerfa
 • ábyrgð viðgerðamanna vegna akstursöryggis
 • vinnuhætti læsivarðra vökvahemla
 • algengum gerðum læsivarðra vökvahemla
 • einstaka íhlutum hemlakerfanna
 • uppbyggingu loftfjöðrunarkerfa í ökutækjum

Leikniviðmið

 • gera reglubundið viðhaldi þrýstiloftshemla
 • skipta um eða gera við íhluti hemlakerfis
 • lofttæma vökvahemlakerfi
 • sinna algengum viðgerðum þessara fjöðrunar og hemlakerfa
 • meta ástand loftfjöðrunarkerfis

Hæfnisviðmið

 • lýsa virkni þrýstiloftshemlakerfa og helstu hlutum þeirra
 • skoða og prófa hemlakerfi
 • meta almennt ástand kerfisins
 • finna minniháttar bilanir
 • prófa loftfjöðrunarkerfi og íhluti þeirra
 • gera stillingar og viðgerðir á loftfjöðrunarkerfum
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?