Fara í efni

GÆST2GH03 - Gæðavitund

gæðastjórnun, hugmyndafræði, hugtök

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Nemendur eiga að kynnast grundvallarhugtökum gæðastjórnunar, tilgangi, hugmyndafræði hennar og vinnubrögðum. Nemendum skal vera ljóst hvers vegna fyrirtæki taka upp gæðakerfi, vita hvernig gæðastjórnun er beitt til að stuðla að umbótum og bættri stöðu þeirra. Nemendur fræðast einnig um af hverju fyrirtæki sækjast eftir vottun og hvaða áhrif gæðakerfi hafa á starfsumhverfi þeirra. Að áfanganum loknum skulu nemendur vera færir um að taka þátt í skipulögðu gæðastarfi á vinnustað.

Þekkingarviðmið

  • grunnhugtökum gæðastjórununar
  • einkennum gæðastjórnunar og hvaða kröfum hún gerir til til vinnubragða stjórnenda og almennra starfsmanna
  • ýmsum gæðastöðlum svo sem ISO9000
  • gæðahandbók og notkun hennar
  • gæðavottun og hvernig fyrirtæki hljóta hana
  • gæðahugtakinu og grunnhugmyndum gæðastjórnunar

Leikniviðmið

  • vinna markvisst í gæðahópa í sínu vinnuumhverfi
  • skrifa einfaldar verklagsreglur
  • teikna einfalda verkferla
  • nota gæðahandbók
  • miðla þekkingu sinni til annara

Hæfnisviðmið

  • nýta verklagsreglur við vinnu sína
  • leggja fram tillögur um úrbætur á vinnuferlum
  • skipuleggja gæðastarf á vinnustað
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?