Fara í efni

VIÐS1MS05 - Markaðsfræði

kynningarstarf, markaðshlutun, samkeppnisgreining, söluráðar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: engar
Kynnt eru grundvallarhugtök og meginviðfangsefni markaðsfræðinnar. Áhersla er lögð á að auka skilning nemandans á gildi markaðsstarfs fyrir neytendur, fyrirtæki og samfélagið í heild sem og neikvæðar afleiðingar þess. Leitast er við að nemandinn tileinki sér markaðslega hugsun, t.d. með því að skoða og tákngreina kynningarefni. Fjallað er um söluráðana og samval þeirra við markaðssetningu. Nemandanum eru kynnt helstu atriði er varða umhverfi fyrirtækja, markaðshlutun, samkeppnisgreiningu og vinnuferli við markaðssetningu. Sérstaklega er fjallað um breyttar áherslur í markaðssetningu með aukinni tækni. Æskilegt er að gefa nemandanum kost á að kynnast vinnubrögðum í markaðssetningu með því að vinna að hagnýtum kynningarverkefnum á því sviði í nærsamfélaginu.

Þekkingarviðmið

  • þýðingu markaðsstarfs fyrir fyrirtæki og samfélag
  • mikilvægi samkeppnisgreiningar
  • hugtökum varðandi vörur og vöruþróun
  • samvali söluráða
  • kaupvenjum neytenda
  • mikilvægi markaðshlutunar í öllu markaðsstarfi
  • breytingum í markaðsstarfi
  • neikvæðum áhrifum markaðsstarfs

Leikniviðmið

  • greina kynningarefni
  • beita samvali söluráða
  • skoða kaupvenjur einstaklinga
  • framkvæma markaðshlutun
  • framkvæma samkeppnisgreiningu

Hæfnisviðmið

  • fjalla um áreiti frá markaðnum á gagnrýninn hátt
  • leysa af hendi markaðshlutun og samkeppnisgreiningu
  • setja saman vel rökstutt val á söluráðum
  • vinna kynningarefni og velja boðleiðir
  • leysa af hendi táknfræðigreiningu
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?