Fara í efni

LAGN3RS04(AV) - Smíða- og lagnateikningar

rörakerfi, smíða- og lagnateikningar

Einingafjöldi: 4
Þrep: 3
Forkröfur: Að hafa lokið grunndeild málm- og véltæknigreina.
Í áfanganum kynnast nemendur því hvernig leggja á rörakerfi samkvæmt ísómetrískum teikningum. Jafnframt læra þeir að teikna og útfæra smíða- og lagnateikningar fyrir einstök verkefni. Þeir skulu þekkja efnisstaðla um rör, suðufittings, flangsa, bolta og pakkningarefni og geta á eigin spýtur valið smíðaefni til skilgreindra verka. Ennfremur þjálfast þeir í að skipuleggja vinnu sína m.t.t. krafna um gæði, öryggi og umhverfi.

Þekkingarviðmið

 • grundvallaratriðum einlínu lagnateikninga
 • grundvallaratriðum samkvarða (ísómetrískra) teikninga
 • efnisstöðlum viðvíkjandi rörum og suðufittings
 • stöðlum um flangsa og bolta
 • helstu pakkningarefnum og notkunarsviði þeirra
 • tækjum og handverkfærum sem notuð eru við lagningu rörakerfa
 • áhrifum þenslu í rörakerfum og aðgerðum til að mæta henni
 • forsendum fyrir vali lagnaefnis og suðugerða
 • aðferðum við þrýstiprófanir á rörakerfum og öryggisráðstafanir við slíkar prófanir
 • helstu reglugerðum um röralagnir og þrýstihylki
 • mismunandi gerðum festinga og upphengja fyrir rör og tækjabúnað
 • mismunandi gerðum einangrunar á röralögnum, þrýstihylkjum og vélbúnaði
 • öryggismálum vegna flutninga og vinnu við uppsetningar á vél og tækjabúnaði
 • öryggis- og hlífðarbúnaði

Leikniviðmið

 • teikna og útfæra smíða- og lagnateikningar fyrir einstök verkefni
 • leggja rörakerfi samkvæmt samkvarða (ísómetrískum) teikningum
 • leggja rörakerfi samkvæmt einlínumyndum
 • teikna einfaldar einlínu lagnateikningar og samkvarða (ísómetrískar) teikningar, málsetja þær, velja efni og leggja rörakerfi samkvæmt þeim

Hæfnisviðmið

 • áætla efnismagn eftir teikningu
 • sníða til rör og setja þau saman fyrir suðu
 • ganga frá flöngsum á röralögnum á fullnægjandi hátt
 • velja og smíða viðeigandi festingar, upphengjur og annan búnað sem þarf til að tryggja örugga uppsetningu lagna- og vélbúnaðar
 • þrýstiprófa einfalt lagnakerfi samkvæmt reglum Vinnueftirlits Ríkisins
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?