Fara í efni

JARÐ2EJ05 - Almenn jarðfræði

bergtegundir, eldstöðvakerfi, flekakenningin, jarðskjálftar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: engar
Flekakenningin og komið inn á þau gögn sem styðja hana. Kynntar og þjálfaðar eru aðferðir til að finna staðsetningu og stærð jarðskjálfta. Helstu aðferðir og tækninýjungar til að reyna að spá fyrir um stóra jarðskjálfta eru einnig reifaðar ásamt kynningu á jarðskjálftatækni til að kortleggja það sem er undir yfirborðinu. Fjallað er um mismunandi gerðir kviku, bergraðirnar þrjár, djúpbergsmyndanir, mismunandi hraungerðir, flokkun bergs, eldstöðvakerfi, helstu gerðir eldgosa, móbergsmyndanir, dyngjur, jarðvarmasvæði og jarðvarmaleit. Unnið er með jarðfræðikort og þætti í staðfræði Íslands sem viðkoma jarðfræði. Fjallað er um jökla, ár og vötn ásamt útrænum öflum almennt og komið inn á jarðsögu Íslands. Nemandi vinnur sjálfstætt og í hópum að lausn verkefna. Áhersla er lögð á tengingu við umhverfi og reynsluheim nemenda.

Þekkingarviðmið

  • flekakenningunni og mismunandi áhrifum eftir gerð flekamarka
  • því helsta sem notað er til að spá fyrir um stóra jarðskálfta
  • mismuninum á frumstæðri og þroskaðri kviku
  • hvernig megineldstöðvarsvæði er frábrugðið öðrum svæðum
  • hvernig yfirfæra megi þekkinguna um bergraðirnar þrjár út fyrir gosbeltin
  • helstu djúpbergsmyndunum og þekkja nokkur dæmi
  • myndun móbergsfjalla ásamt dyngjumyndun
  • hvernig ytri öflin móta umhverfið

Leikniviðmið

  • reikna gróft fjarlægð jarðskjálfta út frá jarðskjálftalínuriti
  • staðsetja flekamörk, gosbelti, þverbrotabelti og möttulstrók landsins
  • greina helstu bergtegundir storkubergs
  • skoða mismunandi móbergsmyndanir
  • skoða áhrif vatns á goshegðun og myndun gosefna
  • skoða bergganga ásamt flestum öðrum djúbergsmyndunum
  • áætla stærð og staðsetningu jarðskjálfta

Hæfnisviðmið

  • nýta gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð við lausn verkefna
  • afla heimilda, meta þær og nýta í hagnýtum tilgangi
  • greina, út frá útliti fjalla, megineldstöðvar og almenna uppstöflun basalthrauna
  • tengja og meta halla jarðlaga við útkulnuð og virk flekaskil
  • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
  • tengja jarðfræðina við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi hennar
  • nýta námsefni og gögn á markvissan hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?