Fara í efni

RÖKR3VC04(BV) - Rökrásir 2

Rökrásir - VC

Einingafjöldi: 4
Þrep: 3
Forkröfur: RAMV3VC04 RÖKR3IS05
Nemendur öðlast þekkingu á uppbyggingu og notkun iðntölva PLC eða PAC og notkunarmöguleikum þeirra. Þeir fá þjálfun í forritun samkvæmt staðli IEC 61131-3 um forritunarmál, hönnun og greiningu á einföldum iðnstýrikerfum og tengingum þeirra. Áhersla er lögð á að nemendur fái innsýn í forritanlega örgjörva og hvernig hægt er að forrita þá og nota t.d í skynjararásum. Nemendur fá einnig innsýn í skynjaratækni sem er notuð með iðntölvum PLC og PAC.

Þekkingarviðmið

 • flæðiritum (Sequential Function Chart), stigaritum (Ladder) og rökrásaritum (Function Block Diagram).
 • skipanalistum (Instruction List).
 • forritunarmálum fyrir iðntölvur (Structured Text).
 • algengum stærðum hliðrænna merkja að og frá iðntölvu og samskiptaformum milli einmenningstölvu og iðntölvu.
 • skjámyndakerfum fyrir iðntölvur.
 • viðbótar- og tengibúnaði, s.s. rofum, nándarnemum, hvernig þeir tengjast tölvunni og hvernig vinnuvélin, sem iðntölvan á að stjórna tengist henni.

Leikniviðmið

 • forrita örgjörva fyrir skynjararásir.
 • finna bilanir í iðnstýrikerfum.
 • mæla og greina skynjara.
 • nota iðntölvur til að stjórna tækjum og búnaði.
 • teikna upp myndir og kalla fram raunverulega atburði, magn, hita, stöðu o.fl. frá iðntölvu.

Hæfnisviðmið

 • rekja sig í gegnum forrit og leita uppi villur eða truflanir.
 • skilgreina og tengja ýmsan viðbótarbúnað við iðntölvur.
 • setja upp skjákerfi með SCADA.
 • prófa skynjara og stýringu með forritanlegum örgjörva.
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?