Fara í efni

HÖTE2PH05 - Prjón og hekl

hekl, lestur uppskrifta, prjón

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: engar
Í áfanganum verður farið yfir grunnatriði prjóns og hekls. Fjallað verður um helstu vefjarefnin sem notuð eru við framleiðslu á garni og áhöld sem notuð eru til prjóns og hekls. Auk þess læra nemendur að lesa uppskriftir á íslensku og ensku og hvernig gengið er frá prjónuðum og hekluðum stykkjum og þau fullkláruð.

Þekkingarviðmið

 • grunnatriðum í hekli og prjóni
 • lita og framleiðslunúmerum garns og mismunandi vefjarefnum sem notuð eru við prjón og hekl
 • þeim áhöldum sem notuð eru við prjón og hekl
 • hinum ýmsu aðferðum sem notaðar eru við prjón og hekl
 • hvar hægt er að nálgast uppskriftir og kennslumyndbönd á veraldarvefnum

Leikniviðmið

 • lesa og fara eftir prjóna- og hekluppskriftum, bæði á íslensku og ensku
 • hekla loftlykkju, keðjulykkju, fastapinna og stuðla
 • nota a.m.k. tvær aðferðir við uppfit
 • prjóna slétta og brugðna lykkju, fella af, lykkja og sauma saman stykki
 • ganga frá endum í hekluðum og prjónuðum verkum
 • nota kennslumyndbönd á veraldarvefnum
 • vanda vinnubrögð og allan frágang á verkefnum

Hæfnisviðmið

 • nýta sér upplýsingatækni við vinnu í hekli og prjóni
 • nýta vinnuleiðbeiningar í máli og myndum og lesa úr þeim
 • tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð og vanda alla þætti ferilsins
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?