Fara í efni

DANS1OL03 - Danskur grunnur 1

lestur, málfræði, málnotkun, orðaforði

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Forkröfur: engar
Í áfanganum er farið í grunnatriði danskrar málfræði og unnið með einfalda texta til að auka lesskilning og orðaforða. Stefnt er að því að nemandinn skilji einfalda, almenna texta og tjái sig um einfalt efni í ræðu og riti. Nemandinn fær þjálfun í að skilja talað mál. Dönsk menning er kynnt með það að markmiði að vekja áhuga á henni. Unnið er að því að gera viðhorf nemanda til tungumálsins jákvætt. Nemandinn fær þjálfun í að nota hjálpargögn og kennsluforrit í námi sínu. Áhersla er lögð á að nemandinn öðlist aukið sjálfstraust í tungumálanámi.

Þekkingarviðmið

 • danska menningarsvæðinu
 • almennum orðaforða sem hæfir hæfniviðmiðum áfangans
 • grundvallarþáttum málkerfisins

Leikniviðmið

 • skilja talað mál um kunnugleg efni
 • lesa texta um efni sem hann þekkir og tileinka sér ný orð í textanum
 • tjá sig um efni sem hann þekkir
 • skrifa einfalda texta um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á
 • nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi

Hæfnisviðmið

 • fylgjast með einföldum frásögnum um almenn efni
 • vinna með viðfangsefni sem tekin eru fyrir í áfanganum
 • þróa með sér aga, metnað og jákvæðni í vinnubrögðum
 • meta eigið vinnuframlag
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?