Fara í efni

ÍSLE1FL05 - Lestur og tjáning í ræðu og riti

framsögn, lestur, margvísleg ritun, orðaforði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Fara eftir inntökuskilyrðum skólans hverju sinni.
Í áfanganum verður fjallað um byggingu efnisgreina/ritsmíða. Rifjuð verða upp mismunandi hlutverk orðflokka í gerð setninga og málsgreina og hugtök sem að þessu lúta. Nemendur þjálfast í notkun hjálpargagna og heimilda til að bæta eigin texta og efla stafsetningarkunnáttu. Lesnar verða smásögur og/eða skáldsaga og farið í helstu bókmenntahugtök. Út frá sögunum verða unnin margvísleg ritunarverkefni t.d. endursagnir, útdrættir, leikgerð sögu og ritdómar. Einnig verða unnin önnur ritunarverkefni s.s. kynningar, viðtöl, atvinnuumsókn og ferilskrá. Verkefnum verður skilað ýmist í ræðu eða riti. Einnig verður lögð áhersla á ýmis konar lestur og framsögn. Í lok áfangans samþætta nemendur kunnáttu sína í framantöldum viðfangsefnum og vinna fjölbreytt verkefni að eigin vali sem reyna á frumkvæði, sköpun og sjálfstæð vinnubrögð.

Þekkingarviðmið

 • grunnhugtökum ritgerðasmíða
 • uppbyggingu ólíkra texta
 • nokkrum tegundum bókmennta og nytjatexta
 • helstu hugtökum sem nýtast í umfjöllun um bókmenntir
 • helstu málfræðihugtökum og ritreglum sem nýtast í tal- og ritmáli
 • orðaforða umfram það sem tíðkast í talmáli
 • notkun hjálpargagna og heimilda og mati á gildi heimilda
 • helstu atriðum sem varða framsögn

Leikniviðmið

 • skrifa ýmsa nytjatexta í samfelldu máli með skýrri og skipulagðri framsetningu
 • nýta leiðréttingarforrit og önnur hjálpargögn til að leiðrétta eigin texta
 • draga saman aðalatriði í fyrirlestrum og ritmáli og taka saman stuttar endursagnir
 • leita upplýsinga úr heimildum og nýta á viðeigandi hátt
 • lesa sér til gagns og gamans texta sem gera nokkrar kröfur til lesenda og skilja algengt líkingamál og orðatiltæki
 • beita algengustu bókmenntahugtökum
 • flytja eigið efni og annarra af ýmsu tagi
 • nota algeng stílbrögð í tal- og ritmáli

Hæfnisviðmið

 • semja stutta texta af ýmsu tagi með viðeigandi málfari
 • túlka og meta atburðarás og persónur í bókmenntum eða annars konar frásögnum
 • halda uppi samræðum og rökstyðja eigin fullyrðingar, ákvarðanir eða skoðanir á málefnalegan hátt
 • stunda tungumálanám t.d. með því að nýta sér orðasöfn og algengustu málfræðihugtök
 • beita mismunandi blæbrigðum og málsniði í tal- og ritmáli til að forðast einhæfni og endurtekningar
 • styrkja eigin málfærni, t.d. með því að nýta ýmis konar handbækur
 • vinna skapandi verkefni í tengslum við námsefnið
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?