Fara í efni

FJSV3RE05(CV) - Fjarskiptatækni

kaplar, loftnet, tíðniróf

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: FJSV3RE05
Í áfanganum eru tekin fyrir fjarskiptakerfi fyrir hærri tíðnir og fjallað um mismunandi stafrænar mótunar- og dreifingaraðferðir. Fjallað er um fjarskiptadreifikerfi þjónustuveitna og fjarskiptafyrirtækja á Íslandi. Fjallað er um fjarskiptalög og reglugerðir. Fjallað er um helstur burðarleiðar fjarskipta um landið og til og frá landinu. Kennd er notkun mælitækja til mælinga á boðskiptalögnum. Farið er í ljósleiðarakerfi og stærri dreifikerfi fjarskipta. Þá er fjallað um efnistöku, verðútreikninga, tilboðsgerð og úttektir er varðar fjarskiptalagnir og þjónustu.

Þekkingarviðmið

  • fjarskiptakerfum fjarskiptafyrirtækja
  • fjarskiptalögum og reglugerðum
  • burðarleiðum fjarskipta um landið og til og frá landinu.
  • uppbyggingu farsímakerfa
  • uppbyggingu stafrænna fjarskiptakerfa
  • gervihnattamóttöku og meðferð slíkra merkja
  • dreifikerfum fyrir stafræn merki

Leikniviðmið

  • greina bilanir í fjarskiptakerfum
  • gera úttektir á fjarskiptakerfum
  • reikna út verð efnis og vinnu við fjarskiptakerfi
  • nota fjarskiptalöggjöf tengt vinnu við fjarskiptakerfi
  • greina merki farsímakerfa
  • greina þarfir fyrirtækja
  • setja upp og tengja gervihnattadisk
  • mæla og greina stafræn og hliðræn merki

Hæfnisviðmið

  • geta mælt og tekið út fjarskiptalagnir fyrirtækja
  • geta magntekið og áætlað vinnu við fjarskiptakerfi
  • geta greint merki hvort sem er á CAT kapli, ljósleiðara eða sammiðjukapli
  • geta mælt og greint merki farsímakerfa
  • geta skipulagt og ráðlagt um fjarskipti og boðskiptalagnir fyrirtækja
  • geta sett upp gervihnattadisk og stillt
Nánari upplýsingar á námskrá.is
Getum við bætt efni síðunnar?